Það er gríðarlega ánægjulegt að segja frá því að allar umsóknir sem bárust í þessum síðasta mánuði ársins hafa verið afgreiddar,* þar með talið þær umsóknir sem bárust eftir 13. desember, sem var síðasti dagurinn til að skila inn á árinu. Þrátt fyrir þessi tímamörk þá bárust 35 umsóknir eftir 13. desember sem er meðalumsóknafjöldi […]
Category: Almennar fréttir
Aðföng fá Fræðslustjóra að láni
Um miðjan desember var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við Aðföng. Auk Starfsafls koma Starfsmenntasjóður verslunar-og skrifstofufólks og Iðan fræðslusetur að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga. Starfsmenntasjóður verslunar-og skrifstofufólks er sá sjóður sem á flesta félagsmenn og leiðir því vinnuna. Aðföng er innkaupa- og dreifingarmiðstöð á […]
Ísfell fær fræðslustjóra að láni
Fræðslustjóri að láni er góð leið fyrir fyrirtæki til að koma fræðslu- og starfsmenntamálum í farveg, fá aðra sýn á fræðslustefnu fyrirtækisins, velta við steinum og horfa til framtíðar. Fyrirtæki þurfa ekki að leggja út fé vegna verkefnisins þar sem það er að fullu styrkt og dregst frá rétti fyrirtækis. Um miðjan mánuð var undirritaður […]
Uppsafnaður 2ja ára styrkur
Á fundi stjórnar Starfsafls sem haldinn var í gær var samþykkt að einstaklingur geti átt uppsafnaðan rétt til tveggja ára eins og til þriggja ára. Tekur sú breyting á reglum gildi þann 1. janúar nk. Það er með mikilli ánægju sem þessi breyting er gerð á reglum sjóðsins en stjórn sjóðsins leitast við að mæta […]
Misnotkun á fræðslusjóði og viðurlög
Að gefnu tilefni er bent á reglu sem tekur til misnotkunar á sjóðnum og viðurlög við slíkri misnotkun, samanber eftirfarandi: Misnotkun á fræðslusjóði og viðurlög Umsækjandi sem reynist hafa gefið rangar eða villandi upplýsingar og eða notar fölsuð gögn við styrkumsókn, missir rétt sinn til styrks í 36 mánuði. Hafi umsækjandi fengið greidda styrkupphæð á […]
Fullnýtir þitt fyrirtæki sinn rétt?
Nú fer í hönd mesti annatími sjóðins þar sem fyrirtæki keppast við að senda inn umsóknir vegna námskeiða sem fram hafa farið á árinu, fyrir miðvikudaginn 13. desember, svo afgreiðsla náist fyrir áramót. Við hjá Starfsafli viljum benda á það að aðeins lítið brot fyrirtækja fullnýtir rétt sinn, 3 milljónir króna, á ári. Þau fyrirtæki […]
Hvaða gögn þurfa að fylgja með umsókn?
Með hverri umsókn frá fyrirtæki þarf ákveðin gögn auk þess sem skila þarf inn yfirliti yfir greiðslu starfsmenntaiðgjalds þar sem félagsmenn Eflingar eru meðal þátttakenda. Ef eitthvað af gögnum vantar er umsókn merkt þannig að gögn vanti og þá hafnað ef gögnin skila sér ekki innan 5 virkra daga. Ef eitthvað af gögnum vantar er […]
Starfsafl veitir styrk til námsefnisgerðar
Í reglum Starfafls má finna reglu sem tekur til umsókna vegna námsefniðsgerðar, nýsköpunar- og þróunarstyrkja. Þau verkefni sem stuðla að nýsköpun í menntun félagsmanna Starfsafls ásamt þróunarverkefnum njóta forgangs við styrkveitingu en allar slíkar umsóknir eru ávallt bornar undir stjórn Starfsafls. Á dögunum barst umsókn frá Saga Akademía, viðurkenndum fræðsluaðila, þar sem óskað var eftir […]
Skrifstofa Starfsafls lokuð 20-29. nóvember
Skrifstofa Starfsafls verður lokuð frá mánudeginum 20. nóvember til miðvikudagsins 29. nóvember. Umsóknir fyrirtækja er hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á áðurgreindum tíma afgreiddar eftir 29. nóvember ef öll tilskylin gögn fylgja, sjá nánar hér. Allar upplýsingar um reglur vegna styrkja er hægt að sjá hér og þá […]
Breytt krafa um staðfestingu á greiðslu
Stjórn Starfsafls hefur gert breytingar á reglum sjóðsins og fylgigögnum samanber eftirfarandi: Með öllum umsóknum þarf að fylgja staðfesting á greiðslu reiknings og eftir 14. nóvember þurfa allar greiðslukvittanir vegna reikninga sem gefnir eru út eftir þann dag, að vera úr íslenskum banka. Þegar greitt er fyrir nám eða námskeið með kreditkorti gildir að kortið […]