Árið fer vel af stað hjá Starfsafli

Árið fer vel af stað hjá Starfsafli en sjóðnum barst fjöldi umsókna í janúar auk þess sem nokkrar umsóknir frá fyrra ári voru afgreiddar, þar með talið ein umsókn vegna Fræðslustjóra að láni til Jarðborana, sjá nánari umfjöllun um þann styrk hér.

Þá er ánægjulegt að segja frá því að hámark til fyrirtækja var hækkað úr 3 milljónum í 4 milljónir á fyrsta stjórnarfundi ársins sem fram fór í janúar og það ætti að gefa einhverjum fyrirtækjum tækifæri til að bæta enn frekar í starfsmenntamálin, sjá nánar hér.

Í janúar var greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja rétt undir 9 milljónum króna. Á bak við þá tölu eru 29 fyrirtæki og 430 félagsmenn.

Í janúar var greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja rétt undir 9 milljónum króna. Á bak við þá tölu eru 29 fyrirtæki og 430 félagsmenn. 5 umsóknum var hafnað þar sem enginn félagsmanna tilheyrði Starfafli.  Að því sögðu er vert að minnast á það að öll fyrirtæki á almenna markaðnum með starfsfólk í Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði, Eflingu og VSFK geta sótt um styrk til Starfsafls, starfsmenntasjóð Samtaka atvinnulífins og áðurnefndra félaga.

Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma. Það þarf því ekki að ganga frá sérstakri aðild eða vera í Starfsafli þar sem réttur til að sækja um myndast sjálfkrafa um. leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd. Einfaldara getur þetta ekki verið.

Þau námskeið sem fengu styrk voru eftirfarandi:

Stjórnendanám Akademias
Brunavarnir
Eigin fræðsla
Íslenska
Fiskvinnslunámskeið
Fjölmenning
Frumnámskeið
Fyrsta hjálp
Gerð stafræns fræðsluefnis
Íshellanámskeið fyrir leiðsögumenn
Íslenska
Líkamsbeiting
Ógnandi hegðun
Öryggisfræðsla
Öryggistrúnaðarnám
Sáttamiðlun
Sjálfstyrking
Skyndihjálp
Stjórnendanám
Streitustjórnun
Þjónustunámskeið
Vinnuvélanám
Vinnuvernd

Þá var ein umsókn afgreidd vegna verkefnisins Fræðsla til framtíðar, en það er samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og starfsmenntasjóða atvinnulífsins, þar með talið Starfsafls.  Um er að ræða þróunar- og stefnumótunarverkefni  sem byggir á stuðningi og ráðgjöf til stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu.  Gert er ráð fyrir þáttöku 20 fyrirtækja í þessum fasa verkefnisins. Sjá nánari umfjöllun um það verkefni hér 

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 5181850 eða 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér