Regla um eigin fræðslu lögð til hinstu hvílu
Stjórn Starfsafls hefur ákveðið að fella úr gildi reglu vegna eigin fræðslu fyrirtækja.
Eigin fræðsla fyrirtækja hefur lengi verið hluti af regluverki sjóðsins og í tímans rás tekið ýmsum breytingum til einföldunar en engu að síður verið þung í vöfum fyrir alla hlutaðeigandi.
Eigin fræðsla fyrirtækja hefur lengi verið hluti af regluverki sjóðsins og í tímans rás tekið ýmsum breytingum til einföldunar en engu að síður verið þung í vöfum fyrir alla hlutaðeigandi.
Reglunni var ætlað að styrkja þau fyrirtæki sem eru með sérhæfða fræðslu sem ekki er hægt að kaupa frá sjálfstæðum fræðsluaðilum og fram fer innan fyrirtækjanna með aðstoð eigin starfsmanna í hlutverki leiðbeinanda. Má þar nefna þjálfun samkvæmt tilteknum þjálfunarferlum almennra starfsmanna t.d. í þjónustu og framleiðslu sérhæfðra vara. Með umsókn þarf að leggja fram gögn sem sýna þátttöku starfsfólks sem og námsgögn, ef óskað var eftir styrk vegna námsgagna.
Í dag eru sífellt fleiri fyrirtæki farin að nýta sér stafræna fræðslu sem þykir öllu sveigjanlegri sem og gera námsefni sem hægt er að nýta endurtekið sem hluta af fræðslu fyrirtækja. Það er því mat stjórnar að reglan sé “barn síns tíma” og verður hún því lögð til hinstu hvílu.
Þá eru sífellt fleiri fyrirtæki farin að nýta sér stafræna fræðslu sem þykir öllu sveigjanlegri sem og gera námsefni sem hægt er að nýta endurtekið sem hluta af fræðslu fyrirtækja.
Að því sögðu hefur jafnframt verið tekin ákvörðun um að leggja enn frekar í styrki vegna stafrænnar fræðslu, bæði hvað varðar gerð fræðsluefnis og kaup á stafrænu fræðsluefni, svo sem fræðslupökkum og öppum.
Ekki verður tekið við umsóknum vegna eigin fræðslu sem fram fer eftir birtingu þessarar fréttar og samhliða birtingu fréttarinar er þeim fyrirtækjum sem hafa haft heimild til að sækja um styrki vegna eigin fræðslu send tilkynning þess efnis.
Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.
Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.
Myndin var fengin hér