Styrkur veittur til handbókagerðar

Góð þjálfun starfsfólks er undirstaða góðrar þjónustu og þar sem margir menningarheimar mætast er þjálfun og fræðsla ein af lykilþáttum árangurs. 

Það var því einróma sem stjórn Starfsafls samþykkti að veita Margréti Reynisdóttur, eiganda Gerum betur ehf, umbeðinn styrk vegna námsefniðsgerðar, nýsköpunar- og þróunar, enda hefur hún verið leiðandi á sínu sviði og varpað kastljósi á mikilvægi þjálfunar starfsfólks þegar kemur að þjónustu.

Góð þjálfun starfsfólks er undirstaða góðrar þjónustu

Sótt var um styrk til handbókagerðar sem nýtast mun fyrir starfsfólk í verslun og ferðaþjónustu hér á landi og er yfirskrift verkefnisins ,,Do´s & don´ts when welcoming foreign guest”. Tilgangurinn er ekki síst sá að auka skilning þess á mismunandi þörfum og væntingum gesta af ólíku þjóðerni. Þannig má með auknum skilningi á mismunandi bakgrunni gesta efla þjónustu við þá og afstýra óþarfa misskilningi. Síðast en ekki síst er að því stefnt að auka ánægju starfsfólks og öryggi.  

Bókin mun innihalda á aðgengilegu máli fróðleik um lykilþætti í samskiptum við erlenda gesti frá: Indlandi, Suðaustur Asíu, Japan, Kína, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Bretlandi, Hollalandi, Spáni, Ítalíu, Frakklandi, Rússlandi, Ísrael, Noregi, Svíþjóð, Danmörku. Einnig er til samanburðar fjallað um íslenska ferðamenn.

Bókin mun innihalda á aðgengilegu máli fróðleik um lykilþætti í samskiptum við erlenda gesti…..

Bókin inniheldur fjölda skýringamynda, verkefna, krossaspurninga, vangaveltna og eyðufyllinga. Þá er leturgerð í meginmáli sérstaklega hönnuð fyrir lesblinda. Efnið stuðlar jafnframt að fjölbreytni í kennslu- og námsaðferðum. Bók af þessum toga er ekki til á enskri tungu.

Bókin inniheldur fjölda skýringamynda, verkefna, krossaspurninga, vangaveltna og eyðufyllinga.

Efnið verður hluti af þjálfunarefni sem notað er við kennslu og á námskeiðum um menningarlæsi fyrir starfsfólk í verslun, ferðaþjónustu sem og almennt í þjónustufyrirtækjum auk þess sem því verður miðlað á samfélagsmiðlum, segir í umsókn.

Margréti Reynisdóttur  hefur rekið starfsþróunarfyrirtækið Gerum betur ehf. frá árinu 2002, haldið námskeið, veitt ráðgjöf, gefið út átta bækur / þjálfunarefni og þjónustustjórnun og er meðhöfundar að tveimur auk þess sem hún er leiðandi í námskeiðahaldi á sviði þjónustu hér á landi. 

Allar umsóknir  sem taka til umsókna vegna námsefniðsgerðar, nýsköpunar- og þróunarstyrkja eru ávallt bornar undir stjórn Starfsafls.

Í reglum um styrki til fyrirtækja má nálgast eyðublað vegna umsókna um styrk vegna námsefnisgerðar, nýsköpunar og þróunarverkefna. Athugið að aðeins eru styrkt verkefni sem taka til félagsmanna. 

Frekari upplýsingar má fá á skrifstofu Starfsafls. 

Myndin er fengin hér