Skrifstofa Starfsafls lokuð vegna vetrafrís

Skrifstofa Starfsafls er lokuð frá 21. febrúar til 26. febrúar vegna vetrarfrís.  

Umsóknir fyrirtækja er hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á áðurgreindum tíma afgreiddar eftir 26.febrúar ef öll tilskylin gögn fylgja, sjá nánar hér.

Allar upplýsingar um reglur vegna styrkja er hægt að sjá hér og þá eru góðar upplýsingar á vef áttarinnar, www.attin.is um bæði sjóði og félög, yfirlit yfir helstu styrki og fleira. 

Önnur erindi verða einnig afgreidd eftir 26. febrúar

Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.

 

Með vetrarkveðju,

Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsafls.