Styrkir til fyrirtækja

 

Reglur Starfsafls varðandi fyrirtækjastyrki eru eftirfarandi:

Fyrirtæki sem greitt hafa iðgjöld í sjóðinn* í samfellt 12 mánuði við dagsetningu umsóknar og eru í skilum, geta sótt um styrk.  

Upphæð styrkja vegna námskeiðahalds fyrirtækja
 
1. Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 90% af kostnaði fyrir sína félagsmenn* vegna starfstengdrar fræðslu og náms 
 
2. Ef fyrirtæki er ekki í Samtökum atvinnulífsins þá er styrkurinn 90% af 90%.
 
3. Fyrirtæki geta fengið allt að 3 mkr. á ári í styrk
 
4. Salarleiga í tengslum við námskeiðahald er styrkt um 90% þar sem það á við. Á einungis við um lítil fyrirtæki sem ekki hafa aðgang að sal og leggja verður fram rök fyrir því og reikning fyrir kostnaði.
 
5. Túlkaþjónusta sem fer fram á námskeiðum er styrkt um 90% af kostnaði
 
Upphæð styrkja vegna náms einstaklinga
 
 6. Greitt er að hámarki  kr. 300.000 til fyrirtækja vegna einstaklingsnáms starfsmanna (þó aldrei meir en 90% af reikningi).  Hámarksstyrk er ekki er hægt að sækja um oftar en einu sinni vegna sama félagsmanns nema fram sé lagður gildur rökstuðningur. 
 
Sameiginlegur styrkur félagsmanns og fyrirtækis
 
7.  Félagsmaður og fyrirtæki geta sótt sameiginlega um styrk vegna starfstengdrar fræðslu, sjá nánar hér
 
Eigin fræðsla  fyrirtækja
 
 8. Undirrita þar samkomulag áður en lögð er inn umsókn í fyrsta sinn. Styrkurinn er 7.500 kr/kennda klst. á námskeiði og 350 kr. vegna námsgagna pr. starfsmann,  sjá hér
 
Stafræn fræðsla
 
9.  Styrkt er áskrift að stafrænu námsumhverfi um 90% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 6000,- fyrir hvern félagsmann á ári. Með umsókn þarf að fylgja greinagerð, sjá hér 
 
10. Styrkt eru áskrift að stafrænum fræðslupökkum, sjá hér
 
11. Þau fyrirtæki sem útbúa eigið stafrænt námsefni fyrir stafrænt námsumhverfi geta sótt sérstaklega um styrk til sjóðsins en veittur er allt að kr. 200.000 styrkur vegna eigin námsefnisgerðar. Hámarksfjöldi styrkja eru fjórir á almannaksári, sjá hér 
 
12. Fyrirtæki geta sótt um hvatastyrk til að gera stafrænt námsefni og er styrkurinn hugsaður fyrir fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun á slíku námsefni. Aðeins er hægt að sækja einu sinni um þann styrk og njóta styrkumsóknir sem stuðla að nýsköpun í menntun félagsmanna ásamt þróunarverkefnum forgangs við styrkveitingu.  Í umsókn þarf að koma fram efnisinntak, áætluð framkvæmd og kostnaðaráætlun. Styrkupphæð er ákvörðun stjórnar hverju sinni og aldrei meiri en sem nemur 10-15% af áætluðum kostnaði og að hámarki kr. 250.000,-
 
Námsefnisgerð, nýsköpunar-og þróunarstyrkir
 
13. Þau verkefni sem stuðla að nýsköpun í menntun félagsmanna Starfsafls ásamt þróunarverkefnum munu njóta forgangs við styrkveitingu.  sjá umsóknareyðublað hér  

 

Vegna umsókna

Umsókn er lögð inn eftir að fræðsla hefur átt sér stað.

Styrki skal sækja um á Áttinni, www.attin.is,  sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóða. Mikilvægt er að hafa eftirfarandi fylgiskjöl tiltæk á rafrænu formi þegar lögð er inn umsókn.

1. Upplýsingar um fræðsluna (stutta samantekt á efnisþáttum eða lýsingu á námi), sjá skilgreiningu náms / námskeiða hér

2. Reikningur  á kennitölu fyrirtækis, þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr og staðfesting á greiðslu, s.s. kvittun úr heimabanka.  Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

3. Listi  yfir þátttakendur, nöfn, kennitölur og stéttarfélagsaðild *  (gott að hafa í excel skjali)

4. Yfirlit yfir skil á starfsmenntaiðgjaldi  vegna þess starfsfólks sem telst til félagsmanna Eflingar. Yfilritið er sótt á launagreiðendavef Gildis, sjá hér    Á yfirlitinu þarf að koma fram að greitt sé til Starfsafls í þeim mánuði sem nám/ námskeið fer fram eða reikningur er gefinn út. 

 

Vinsamlegast athugið að umsókn er hafnað ef eitthvað af tilgreindum gögnum vantar. 

 

 

Hvað er styrkt og hvað ekki, skligreiningar og skilyrði, sjá hér

 

* Fyrirtæki sem greiða af starfsmönnum til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki tíl námskeiðahalds. Á það er bent að  sjálfstætt starfandi einstaklingar (eigendur fyrirtækja)  geta ekki átt aðild að þessum stéttafélögum (sjá reglur félaga) og eru þar með ekki gildir umsækjendur í sjóðinn.
 
Uppfært 15. mars  2023.