Allt nám sem telst vera starfstengt er styrkt svo lengi sem það fellur undir skilgreiningu náms / námskeiða.
Hvað er styrkt:
Starfstengd fræðsla/ nám sem fram fer fyrir hóp starfsfólks eða einstakling
Prófa- og skírteinisgjöld sem órjúfanlegur hluti af námi /námslokum
Starfstengd markþjálfun sem nemur að hámarki 12 tímum innan almanaksárs. Á reikningi verður að koma fram að þjálfunin sé starfstengd, fjöldi tíma og staðfesting á vottun markþjálfa.
Raunfærnimat á móti námskrá
Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins / fagbréf atvinnulífsins þar sem gjald er samkvæmt verðskrá Fræðslusjóðs og skilyrt er að uppfylli hæfni- og gæðakröfur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Styrkur er ekki greiddur út fyrr en þátttakandi hefur að fullu lokið matinu auk starfsþjálfunnar og fagbréf fylgi með umsókn. Styrkur er 90% af gjaldi samkvæmt verðskrá Fræðslusjóðs.
Náms-og starfsráðgjöf sem greidd eru fyrir starfsfólk sem stendur utan framhaldsfræðslunnar og framkvæmd er af símenntunarmiðstöð
Hvað er ekki styrkt:
Ráðgjöf eða handleiðsla uppfyllir ekki skilyrði námskeiðs af hálfu sjóðsins
Ríkisborgarapróf
Enskumat
Akstur
Veitingar á námskeiðum
Gjald eða kostnaður sem til fellur vegna innleiðingar eða utanumhalds fræðslu
Sýnatökur, kannanir og þarfagreiningar
Skilgreining náms / námskeiðs
Starfsafl styðst við flokkun fræðsluaðila við skilgreiningu á hvaða nám/námskeið falla undir almennt starfsnám sbr. eftirfarandi:
Afmarkaður hluti náms sem fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu og lýkur yfirleitt með vottun á frammistöðu eða annars konar staðfestingu
Hvaða skilyrði þarf námskeið að uppfylla til að kallast námskeið af hálfu Starfsafls:
1. Hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda sem ætla má að sé til þess bær að standa fyrir kennslu
2. Skýr efnistök og markmið
3. Þarf að vera öðrum fyrirtækjum aðgengilegt á sama eða sambærilegu verði
Starfsafl áskilur sér rétt til að taka til skoðunar og kalla eftir nánari upplýsingum á efnisinntaki, kostnaði eða hæfi leiðbeinanda. Að sama skapi áskilur Starfsafl sér rétt til að gera athugasemdir eða takmarka styrkveitingu ef verðlagning náms getur ekki talist í samræmi við viðmið markaðarins, ef ætla má að skilgreindur undirbúningstími sé umfram það sem eðlilegt getur talist eða ef vísbendingar eru um að verðlagning ber þróunarkostnað umfram það sem eðlilegt má teljast. Að gefnu tilefni áskilur Starfsafl sér rétt til að hafna umsóknum.
Birt með fyrirvara um villur.