Staðfesting á félagsaðild

Vegna félagsmanna Eflingar.

Til að staðfesta félagsaðild þeirra sem eru í Eflingu þarf að leggja fram gögn sem sýna fram á að launatengd gjöld, þar með talið starsfmenntaiðgjaldið til Starfsafls, hafi verið greitt í þeim mánuði sem sem nám/ námskeið fer fram eða reikningur er gefinn út  Það er hægt að gera með tvennum hætti:

a. Ef námskeið fór fram árið 2023 þá er yfirlit sótt á launagreiðendavef Gildis. Á yfirlitinu þarf að koma fram nafn og  kennitala félagsmanns.  Athugið að vottorð um skil á iðgjöldum dugar ekki nema allt starfsfólk hafi sótt námið/ námskeiðið eða um er að ræða kaup á áskrift fyrir stafrænt námsumhverfi.

b. Ef námskeið fór fram 2024 þá þarf að senda skilagrein með umsókn (sótt til launadeildar fyrirtækisins).

Athugið að það má alls ekki senda launaseðil með umsókn.