Styrkt er áskrift að stafrænu námsumhverfi um 75% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 6000,- fyrir hvern félagsmann á ári.
Skilyrt er að gerður sé og greiddur áskriftarsamningur fyrir a.m.k. 6 mánuði.
Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:
- lýsing á því hvaða fræðslu verður boðið upp á með þessum hætti
- hvaða fræðsluefni er tilbúið til notkunar
- hvernig fræðsluefni verður sótt / keypt eða þróað
- hvernig fyrirtækið hyggst koma fræðslunni á framfæri til starfsmanna
- hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna
Til viðbótar gilda skilyrði umsókna og þau gögn sem þurfa að fylgja.