Stafrænt fræðsluumhverfi

Styrkt er áskrift að stafrænu námsumhverfi* um 90% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 6000,- fyrir hvern félagsmann á ári.

Skilyrt er að gerður sé og greiddur áskriftarsamningur fyrir a.m.k. 6 mánuði. 

Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:

  • lýsing á því hvaða fræðslu verður boðið upp á með þessum hætti
  • hvaða fræðsluefni er tilbúið til notkunar
  • hvernig fræðsluefni verður sótt / keypt eða þróað
  • hvernig fyrirtækið hyggst koma fræðslunni á framfæri til starfsmanna
  • hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna

Umsóknir eru aldrei afgreiddar nema greinagerð fylgi og er skýr.   Þegar sótt er um í annað sinn er þess jafnframt óskað að með fylgi samantekt og notkun vegna fyrri áskriftar.

Til viðbótar gilda skilyrði umsókna og þau gögn sem þurfa að fylgja.  

* Athugið að aðeins er styrkt áskrift að námsumhverfi (LMS) en ekki tengingar sem hægt er að kaupa samhliða til að tengjast öðrum kerfum, s.s. mannauðskerfum,  eða öðru sem mögulega er keypt til viðbótar við námsumhverfið sjálft.

Sem dæmi má sjá hér fyrir neðan  mynd sem er skjáskot af hluta reiknings.  Aðeins það sem er innan rauða rammans er styrkt.  Hægt er að stækka myndina með því að færa músarbendilinn yfir og klikka.