Sameiginlegur styrkur félagsmanns og fyrirtækis

Nám verður að kosta að lágmarki 200.000,- kr.

Reikningur getur verið á nafni félagsmanns eða fyrirtækis.  

Félagsmaður sækir um styrkinn hjá sínu stéttafélagi og fyrirtækið sækir um á vefgátt sjóða,  www.attin.is 

Með báðum umsóknum  þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

  • Lýsing á námi
  • Reikningur.  
  • Staðfesting á greiðslu
  • Yfirlýsing fyrirtækis og einstaklings vegna sameiginlegrar umsóknar,sjá eyðublað hér

Við samþykkt umsóknar dregst styrkupphæðin af rétti beggja.

Þegar reikningur er á nafni félagsmanns þá er fyrst nýttur réttur félagsmanns og síðan fyrirtækis, þar til hámarki er náð. Þegar reikningur er á nafni fyrirtækis þá er fyrst nýttur réttur fyrirtækis og síðan félagsmanns, þar til hámarki er náð

Styrkur til félagsmanns greiðist inn á reikning félagsmanns og greiddur styrkur fyrirtækis greiðist inn á reikning fyrirtækis.

Við afgreiðslu umsóknar til fyrirtækis er höfð til hliðsjónar greidd styrkfjárhæð til félagsmanns. 

Til skýringa;

Athugið að styrkur til fyrirtækis getur aldrei orðið hærri en 300.000,- 

Styrkur til einstaklings getur aldrei orðið hærri en 130.000,- eða 390.000,- ef um uppsöfnun er að ræða.  Athugið einnig að styrkur getur aldrei orðið hærri en 90% af reikningi.

Samanlagður styrkur er 90% af námsgjaldi – hámark 430.000 kr. (ef félagsmaður á aðeins 130.000,- rétt og fyrirtæki 300.000,-) eða 690.000 kr. þegar félagsmaður á rétt á uppsöfnun (þá 390.000,- til félagsmanns og 300.000,- til fyrirtækis).

Með því að færa bendilinn yfir myndina er hægt að stækka hana.

Athugið að um tilraunaverkefni er að ræða, með fyrirvara um villur.  Starfsafl ásklur sér allan rétt til leiðréttinga og breytinga.