Styrkt er áskrift að stafrænum fræðslupökkum um 90% af reikningi en þó aldrei meira en kr. 8000,- fyrir hvern félagsmann á ári*
Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:
– hvernig fyrirtækið hyggst koma fræðslunni á framfæri til starfsmanna
– hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta fræðsluna
*Á ekki við þegar keyptir eru fræðslupakkar fyrir einstaka starfsmenn.
Umsóknir eru aldrei afgreiddar nema skýr greinagerð fylgi með. Þegar sótt er um í annað sinn er jafnframt til þess ætlast að með fylgi samantekt og notkun vegna fyrri áskriftar. Þá er skilyrt er að 80% félagsmanna hafi tekið þátt í einhverjum þeirra námskeiða sem í boði voru og sýnt sé fram á það.
Til viðbótar gilda skilyrði umsókna og þau gögn sem þurfa að fylgja.
Vinsamlegast athugið að þessi regla er í vinnslu og getur tekið breytingum á næstu vikum.