Vegna áskriftar að stafrænum fræðslupakka og fræðslusafni
Áskrift er styrkt um 90% af reikningi.
Starfafl nálgast áskrift að fræðslupökkum og söfnum eins og almenna fræðslu en gerð er sú krafa að búð sé að þarfagreina og skoða námsefnið með tilliti til hópa. Þar af leiðir þarf eftirfarandi að fylga með umsókn vegna áskriftar að stafrænum fræðslupökkum og fræðslusöfnum:
1. Hvaða efni er ætlað til náms ? Í þessu felst að búið sé að eyrnamerkja ákveðið námsefni tilteknum hópum með fræðsluáætlun sem nær til starfshópa Starfsafls.
2. Hvar, hvenær og hvernig er starfsfólki ætlað að nýta námsefnið (er t.d. búið að skoða hvort hægt sé að veita rými innan vinnutímans til náms) ?
3. Hvað ætlar fyrirtækið að leggja af mörkunum til að hvetja til notkunar, þar sem markmiðið er að lágmarki 70% félagsmanna noti námsefnið með markvissum hætti á áskriftartímanum.
Vegna fræðsluappa, sbr. Bara tala.
Áskrift er styrkt um 90% af reikningi.
Með umsókn vegna áskriftar að fræðsluappi sbr. Bara tala, þarf að fylga með greinagerð / aðgerðaráætlun sem tekur til eftirfarandi:
1. Hvar, hvenær og hvernig er starfsfólki ætlað að nýta appið (er t.d. búið að skoða hvort hægt sé að veita rými innan vinnutímans til náms) ?
2. Hvað ætlar fyrirtækið að leggja af mörkunum til að hvetja til notkunar, þar sem markmiðið er að lágmarki 70% félagsmanna noti appið með markvissum hætti á áskriftartímanum.
Vegna umsóknar um endurnýjun á áskrift að fræðslupökkum, söfnum eða öppum:
Vegna umsóknar um endurnýjun á áskrift þarf að leggja fram samantekt á notkun frá fyrra ári. Ekki fæst styrkur vegna endurnýjunar nema sýnt sé fram á að 70% félagsmanna sem efnið var keypt fyrir, hafi notað námsefnið á áskriftartímanum
Athugið að það er greinarmunur á því hvernig starfsmenntasjóðirnir styrkja ofangreint. Starfsafl greiðir styrk um leið og áskrift er keypt, ef ofangreind gögn fylgja og eru samþykkt.