Áskrift að stafrænum fræðslupökkum og öppum

Áskrift af stafrænum fræðslupökkum og öppum er styrkhæf um 90% af reikningi. 

Styrkur er greiddur út þegar umsókn hefur verið samþykkt. Það er því mikilvægt áður en fest eru kaup á fræðslupökkum eða öpppum, ef sækja á um styrk,  að þarfagreina og setja upp marktæka  fræðsluáætlun sem styður við sett markmið.  

Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi:

Nákvæm útlistun á því hvar, hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta námsefnið þar sem markmiðið er að lágmarki 70% félagsmanna noti námsefnið með markvissum hætti á áskriftartímanum.

Í þessu felst að búið sé að eyrnamerkja ákveðið námsefni tilteknum hópum með fræðsluáætlun sem nær til þeirra starfshópa / félagsmanna sem efnið er keypt fyrir.

Umsókn er skilyrðislaust hafnað ef fylgigögn uppfylla ekki skilyrði að mati sjóðsins. 

Til viðbótar gilda skilyrði almennra umsókna ásamt fylgigögnum.  

Vegna umsóknar um endurnýjun á áskrift þarf að leggja fram samantekt á notkun frá fyrra ári. Ekki fæst styrkur vegna endurnýjunar nema sýnt sé fram á að 70% félagsmanna sem efnið var keypt fyrir, hafi notað námsefnið á áskriftartímanum