Jarðboranir fá Fræðslustjóra að láni

Í lok janúar var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við Jarðboranir. Auk Starfsafls kemur Landsmennt, Iðan fræðslusetur, Starfsmenntasjóður verslunar-og skrifstofufólks og Menntasjóður sambands stjórnendafélaga að verkefninu og greiðir hver sjóður fyrir sig hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga.  Landsmennt er sá sjóður sem á flesta félagsmenn og leiðir því vinnuna. 

Jarðboranir hf. er fyrrverandi ríkisfyrirtæki sem stofnað var árið 1945 í þeim tilgangi að nýta jarðhitaauðlindir Íslands auk þess sem félagið hefur borað fjölda rannsóknar- og neysluvatnshola. Í dag er fyrirtækið leiðandi í borunum eftir jarðvarma og hefur margra áratuga reynslu af borunum í háhita og lághita. Félagið starfar bæði innlands og erlendis og er heildarfjöldi starfsfólks á annað hundrað.

Í umsókn fyrirtækisins segir:

Stefna Jarðboranna er að vera leiðandi fyrirtæki í borunum eftir jarðhita og markmið er að skapa virði fyrir viðskiptavini sína, starfsmenn, fyrirtækið sjálft og eigendur þess. Hluti af öryggis og gæðastefnu fyrirtækisins er að heilsa og öryggi starfsfólks sé ávalt í fyrirrúmi. Starfsfólk fer reglulega í gegnum mismunandi námskeið og fræðsluefni til að útiloka hættur og draga úr áhættu til að ná þvi marki að starfsemin verði öllum sem að henni koma árverkalaus á líkama og sál.

Þá segir jafnframt í umsókn að með aukinni fræðslu og þjálfun vonar fyrirtækið að hver starfsmaður finni fyrir virði í sínum störfum og innan fyrirtækisins og þannig að starfsánægja aukist. 

…. með aukinni fræðslu og þjálfun vonar fyrirtækið að hver starfsmaaður finni fyrir virði í sínum störfum og innan fyrirtækisins og þannig að starfsánægja aukist. 

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.

Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Ráðgjafi verkefnisins er Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf.

Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls, www.starfsafl.is eða í síma 5181850

Myndin er fengin að láni af fésbókarsíðu fyrirtækisins.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.