Skrifstofa Starfsafls lokuð
Skrifstofa Starfsafls var lokuð alla síðustu viku og verður lokuð eitthvað fram í næstu viku vegna veikinda. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
Öllum erindum sem hafa borist eða berast á tilgreindum tíma verður svarað um leið og skrifstofan verður opnuð á ný.
Umsóknir fyrirtækja er sem fyrr hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem berast á þeim tíma afgreiddar um leið og hægt er.
Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.
Myndin er fengin hér