Fræðsla til framtíðar í ferðaþjónustu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, þar með talið Starfsafl, hafa tekið höndum saman um þróunar- og stefnumótunarverkefni sem ber yfirskriftina “Fræðsla til framtíðar” 

Fræðsla til framtíðar byggir á stuðningi og ráðgjöf til stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu og gert er ráð fyrir þáttöku 20 fyrirtækja.

Markmið með verkefninu eru samanber eftirfarandi:

Styðja stjórnendur lítilla og meðalstórra (<50 starfsmenn) fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Þjálfa stjórnendur fyrirtækjanna til að sjá sjálfir um fræðslugreiningu innan fyrirtækis í framtíðinni og koma á laggirnar markvissri þjálfun starfsfólks.
Þjálfa stjórnendur í notkun á verkfærum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og nýta þau við greiningar og þjálfun starfsfólks.
Kynna fyrir stjórnendum styrkjaleiðir sjóðanna (attin.is) vegna fræðslu og hæfniaukningar starfsfólks.

Þátttaka í verkefninu er fyrirtækjum að kostnaðarlausu umfram þann tíma sem starfsfólk þarf að leggja til vinnunnar en ljúka þarf hverju verkefni fyrir sig innan 12 mánaða frá upphafi þess.

Þátttaka í verkefninu er fyrirtækjum að kostnaðarlausu umfram þann tíma sem starfsfólk þarf að leggja til vinnunnar en ljúka þarf hverju verkefni fyrir sig innan 12 mánaða frá upphafi þess.

Nú  þegar hafa nokkur fyrirtæki hafið sína vegferð og eru fyrirtæki í ferðaþjónustu sem eru áhugasöm um verkefnið hvött til að hafa samband við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.

Myndin er fengin hér