Breytt regla um fræðslusöfn og öpp

Stafræn fræðsla er það fræðsluform sem hefur tekið hvað mestum breytingum á undanförnum árum. Hugmyndafræðin um vinnustaði sem námstaði hefur fest sig í sessi og hluti af því er innleiðing á sjálfstýrðu námi starfsfólks.  Samhliða hafa þá kröfur um gott aðgengi að fjölbreyttu námsframboði  á allskonar formi, aukist jafnt og þétt. 

Hugmyndafræðin um vinnustaði sem námstaði hefur fest sig í sessi og hluti af því er innleiðing á sjálfstýrðu námi starfsfólks

Það hefur verið og er sannarlega áskorun fyrir starfsmenntasjóðina að mæta þörfum atvinnulífsins hvað stafræna fræðslu varðar og finna reglur sem hæfa og hafa því reglubreytingar verið örari en gott þykir.  

Á dögunum samþykkti stjórn Starfsafls  breytingu á reglu vegna áskriftar að stafrænum fræðslupökkum auk þess sem fræðsluöppum hefur verið bætt  inn í regluna.  Þá var gerð sú breyting að styrkur er greiddur út strax en ekki að 6 mánuðum liðnum en aðeins gegn þvi að fram sé lögð útlistun á því hvar, hvenær og hvernig starfsfólki í Eflingu, VSFK og Hlíf er ætlað að nýta námsefnið þar sem markmiðið er að lágmarki 70% félagsmanna noti námsefnið með markvissum hætti á áskriftartímanum.

….. fram sé lögð útlistun á því hvar, hvenær og hvernig starfsfólki í Eflingu, VSFK og Hlíf er ætlað að nýta námsefnið….

Verið er að vinna skjal sem hægt er nota við greiningu þarfa sem hægt er að senda inn með umsókn, fyrir þá sem þess óska, auk þess sem seljendur efnis af þessu tagi bjóða margir hverjir upp á aðstoð við þá greiningu, kaupendum að kostnaðarlausu. Þá er velkomið að leita til skrifstofu Starfsafls  og fá þar ráðgjöf og stuðning. Að síðustu er vert að benda á verkefnið Fræðslustjóri að láni, en það hentar vel þeim fyrirtækjum sem vilja fara í dýpri greiningu á fræðsluþörfum samhliða stefnu og markmiðum fyrirtækis, en það verkfæri er fyrirtækjum að kostnaðarlausu umfram framlagðan tíma þess starfsfólks sem tekur átt í verkefnavinnunni.  Það er von sjóðsins að með þessu gefist fleiri fyrirtækjum tækifæri til að innleiða stafræna fræðslu og mæta þeim þörfum sem henni er ætlað. 

Það er von sjóðsins að með þessu gefist fleiri fyrirtækjum tækifæri til að innleiða stafræna fræðslu og mæta þeim þörfum sem henni er ætlað. 

Ný regla er samanber eftirfarandi:

Áskrift af stafrænum fræðslupökkum og öppum er styrkhæf um 90% af reikningi.  

Með umsókn þarf að fylgja greinagerð sem tekur á eftirfarandi: 

Nákvæm útlistun á því hvar, hvenær og hvernig starfsfólki er ætlað að nýta námsefnið þar sem markmiðið er að lágmarki 70% félagsmanna noti námsefnið með markvissum hætti á áskriftartímanum. Í þessu felst að búið sé að eyrnamerkja ákveðið námsefni tilteknum hópum með fræðsluáætlun sem nær til þeirra starfshópa / félagsmanna sem efnið er keypt fyrir. 

Umsókn er skilyrðislaust hafnað ef fylgigögn uppfylla ekki skilyrði að mati sjóðsins.

Til viðbótar gilda skilyrði almennra umsókna ásamt fylgigögnum:

Vegna umsóknar um endurnýjun á áskrift þarf að leggja fram samantekt á notkun frá fyrra ári.  Ekki fæst styrkur vegna endurnýjunar nema sýnt sé fram á að 70% félagsmanna sem efnið var keypt fyrir, hafi notað námsefnið á áskriftartímanum.

Um Starfsafl:

Starfsafl fræðslusjóður er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.

Myndin var fengin hér