Fjölbreytt fræðsla og fræðsluform

Fræðsla starfsfólks sem greitt er fyrir af fyrirtæki er sífellt að aukast sem og sá fjöldi fyrirtækja sem nýtir sér það bakland sem Starfsafl er. Starfafl styrkir alla fræðslu, hvort sem hún fer fram á gólfi eða með aðstoð stafrænnar tækni, svo lengi sem hún telst vera starfstengd.

Í þeirri samantekt sem er hér  fyrir neðan yfir þau námskeið sem voru styrkt í febrúarmánuði má glöggt sjá hversu fjölbreytt fræðslan og fræðsluformið er. Til að mynda fékk eitt fyrirtæki styrk vegna áskriftar að íslenskuappi, annað vegna gerðar á stafrænu fræðsluefni og það þriðja vegna gæðastjórnunar, svo fátt eitt sé talið. Þannig mætir Starfsafl sem starfsmenntasjóður mismunandi þörfum atvinnulífsins, fyrirtækjum og einstaklingum. 

Til að mynda fékk eitt fyrirtæki styrk vegna áskriftar að íslenskuappi, annað vegna gerðar á stafrænu fræðsluefni og það þriðja vegna gæðastjórnunar, svo fátt eitt sé talið

Þá er vert að hafa í huga að starfsmenntun er ekki eyland í sjálfu sér sem tekur eingöngu mið af framboði heldur þarf að haldast í hendur við skýra stefna og markvissa fræðslu og þjálfun sem hluti af stefnumiðaðri starfsþróun.   

Þá er vert að hafa í huga að starfsmenntun er ekki eyland í sjálfu sér sem tekur eingöngu mið af framboði heldur þarf að haldast í hendur við skýra stefna og markvissa fræðslu og þjálfun sem hluti af stefnumiðaðri starfsþróun.  

Styrkir til fyrirtækja

Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja í febrúar var kr.2.328.761,- og á bak við þá tölu 184 félagsmenn. 23  umsóknir bárust frá 18 fyrirtækjum og af þeim voru 21 samþykkt. Tvær umsóknir voru vegna sameiginlegs styrks fyrirtækis og félagsmanns, en þá getur fyrirtæki sótt um til Starfsafls og fengið hámarksstyrks vegna einstaklingsnáms starfsmanns og félagsmaðurinn sótt um einstaklingsstyrk og nýtt þann rétt sem hefur áunnist þar. Um sama sjóð er að ræða, en Starfsafl sér um alla afgreiðslu og þjónustu við fyrirtæki en stéttafélögin þrjú sjá um afgreiðslu til félagsmanna í umboði Starfsafls. Hér má lesa nánar um sameiginlegan styrk fyrirtækis og félagsmanns.  Þegar þessi leið er farin þá getur samanlagður styrkur orðið að hámarki 690.000,- en þó aldrei meira en 90% af reikningi. 

Námskeiðin sem sótt var um styrk vegna voru samanber eftirfarandi:

Fræðsla til framtíðar
Íslenska (íslenskukennsluapp)
Eigin fræðsla
Endurmenntun
Fræðslusafn
Frumnámskeið
Gæðastjórnun
Gerð fræðsluefnis 
Jafnrétti og fjölbreytileyki
Meðferð varnarefna
Meirapróf
Námskeið fyrir öryggisnefnd
Öryggisnámskeið
Samskipti
Skyndihjálp
Vinnuvélanámskeið

Styrkir til einstaklinga

VSFK kr. 8.695.973,-

Hlíf kr. 3.207.446,-

Vegna innleiðingar á nýju kerfi hjá Eflingu hafa orðið tafir á uppgjöri við Starfsafl vegna afgreiðslu styrkja og því ekki vitað hver styrkfjárhæð þessa mánaðar er.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér