Vorfundur Starfsafls 2.maí nk.
Vorið er á næsta leyti og vorfundur Starfafls í fullum undirbúningi.
Vorfundurinn verður haldinn í sjötta sinn fimmtudaginn 2. maí nk. frá kl. 13:30 til 16:00 á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica.
Á dagskrá verða stutt en fróðleg erindi um fræðslu og fræðslustjórnun og að því loknu tökum við okkur góðan tíma fyrir góðar veitingar og tengslamyndun. Gefum okkur tíma til að hitta aðra sem starfa að mannauðs- og fræðslumálum, spjalla, skiptast á skoðunum og tengjast. Það eru allir áhugasamir velkomnir en skráning er nauðsynleg þegar nær dregur.
Við hvetjum þig til að taka tímann frá og gera þér glaðan dag með okkur, en vorfundurinn hefur alltaf verið vel sóttur og mikil ánægja með hann að mati gesta.
Ef þú vilt tryggja þér pláss þá er er velkomið að senda póst á [email protected]
Þennan póst má gjarnan áframsenda á áhugasama.