Fjölbreytt fræðsla í marsmánuði

Í rekstri fyrirtækja skiptir hæft og framsýnt starfsfólk öllu máli og segja má að þar sé lykill fyrirtækja að árangri. Að því sögðu er símenntun og markviss starfsþróun  grunnstoð sem þarf sífellt að huga að.Það er því mikilvægt fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsumhverfi að styrkja þessa grunnstoð og fjárfesta í nauðsynlegri fræðslu. Fyrir einstaklinga á vinnumarkaði er ekki síður mikilvægt að líta á eigin hæfni og færni og sækja þá fræðslu sem þarf. Þá er gott að geta leitað í starfsmenntasjóði og lágmarkað kostnað tengdan starfsmenntun.  

Í marsmánuði voru mörg fyrirtæki sem fjárfestu í sínu starfsfólki, hvort heldur var með fræðslu fyrir hópa eða með greiðslu einstaklingsnáms, en þegar fyrirtæki greiðir einstaklingsnám fyrir starfsfólk þá getur styrkur orðið allt að 300.000,- eða 90% af reikningi.  Öll fyrirtæki, óháð stærð eiga sama rétt eða 4.000.000, á ári.  

Öll fyrirtæki, óháð stærð eiga sama rétt eða 4.000.000, á ári.  

Styrkir til fyrirtækja

Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja í febrúar var rétt undir 6 milljónir króna og á bak við þá tölu 1026 félagsmenn. Alls bárust 42 umsóknir  frá 15 fyrirtækjum og af þeim voru 38 afgreiddar. Tvær umsóknir voru vegna Fræðslustjóra að láni og hefur önnur þeirra verð afgreidd og komin í ferli.  Þær sem eftir standa bíða afgreiðslu þar sem tilskylin gögn vantar með umsókn og því ekki hægt að klára afgreiðslu þeirra. Ef eitthvað af gögnum vantar er umsókn merkt þannig að gögn vanti og þá  hafnað ef gögnin skila sér ekki innan 5 virkra daga, sjá nánar hér  

Samanlögð styrkfjárhæð til fyrirtækja í febrúar var rétt undir 6 milljónir króna og á bak við þá tölu 1026 félagsmenn.

Námskeiðin sem sótt var um styrk vegna voru fjölbreytt samanber eftirfarandi:

Endurmenntun atvinnubílstjóra
Gæðastjórnun
Geðheilbrigði
Gerð fræðsluefnis
Grunnnámskeið vinnuvéla
Íslenska
Jafnrétti og fjölbreytileyki
Leiðtogafærni
Markþjálfun
Meirapróf
Öryggistrúnaðarnám
Skyndihjálp
Stjórnendaþjálfun
Þjónustunámskeið
Vegamerkingar
Vinnuvélanámskeið

Styrkir til einstaklinga

VSFK kr. 4.824.539,-

Hlíf kr. 2.084.177,-

Vegna innleiðingar á nýju kerfi hjá Eflingu hafa orðið tafir á uppgjöri við Starfsafl vegna afgreiðslu styrkja og því ekki vitað hver styrkfjárhæð þessa mánaðar er.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér