Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og VAKANS um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í VAKANUM – gæðakerfi ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) höfðu frumkvæði að því að efla samstarf milli […]
Category: Almennar fréttir
N1 bætir í eigin fræðslu fyrirtækisins
Starfsafl og N1 undirrituðu samning í gær um viðbótarstyrki sjóðsins til eigin fræðslu fyrirtækisins. Um er að ræða fyrirhuguð viðbótarnámskeið við áður samþykkta fræðsluáætlun um eigin fræðslu fyrirtækisins. N1 heldur úti fjölbreyttu fræðslustarfi, bæði með aðkeyptum námskeiðum og eigin leiðbeinendum. Í mörgum tilvikum er besta þekkingin innanhúss hjá fyrirtækjum og styrkir Starfsafls til eigin fræðslu er vel […]
Samstarf við Retor málaskóla
Starfsafl og Retor tungumálaskóli ehf. hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslu. Samningur felur í sér að hvor aðili um sig kynnir þjónustu hins fyrir fyrirtækjum. Starfsafl hefur gert fjölda slíkra samninga við fræðsluaðila sem miðast að því að kynna þjónustu sjóðsins fyrir fyrirtækjum. Retor Tungumálaskóli hefur frá stofnun árið 2008 sérhæft sig […]
Nýir bæklingar Starfsafls komnir út
Starfafl hefur gefið út nýja kynningarbæklinga, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Áhersla hefur verið lögð á stutta texta með hnitmiðuðum upplýsingum en vísað á vefsíðu sjóðsins fyrir frekari upplýsingar. Bæklinga má nálgast á skrifstofum stéttarfélaganna Eflingar, Hlífar og VSFK og á skrifstofu sjóðsins. Hér má nálgast bækling um einstaklingsstyrki (pdf) og fyrirtækjastyrki (pdf)
Actavis fær fræðslustjóra að láni
Fulltrúar Starfsafls og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (SVS) skrifuðu nýlega undir samning við Actavis ehf um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Árný Elíasdóttir frá Attentus – mannauði og ráðgjöf ehf verður fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins á tímum mikilla breytinga hjá fyrirtækinu. Móðurfélag Actavis ehf tilkynnti fyrr á […]
Bílabúð Benna fær fræðslustjóra að láni
Nýverið undirrituðu fulltrúar þriggja fræðslusjóða samning við Bílabúð Benna um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Starfsafl, Starfsmenntasjóður verslunarinnar og IÐAN fræðslusetur. Ragnar Matthíasson frá RM ráðgjöf er fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins. Bílabúð Benna fagnar 40 ára afmæli í ár og er löngu landsþekkt […]
Fræðslustjóri að láni til Vífilfells
Í lok júní var undirritaður samningur milli fjögurra fræðslusjóða atvinnulífsins og Vífilfells um fræðslustjóra að láni sem sjóðirnir kosta. Vífilfell stendur frammi fyrir ýmsum breytingum á skipulagi fyrirtækisins sem verður spennandi að fylgjast með. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða mannauðsstjóra fyrirtækisins við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins á tímum örra breytinga. Árný Elíasdóttir […]
Útskrift frá Lyfjagerðarskóla Actavis
Í gær voru útskrifaðir 14 nemendur úr nýju starfsnámi, Lyfjagerðarskóla Actavis. Námið byggir á viðurkenndri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (Lyfjagerðarskólinn) sem unnin var í samstarfi við Actavis og símenntunarmiðstöðina Framvegis. Lyfjagerðarskóli Actavis og Framvegis – miðstöðvar símenntunar hóf göngu sína í september sl., en vinna við hönnun námsins hófst árið 2012. Um er að ræða 260 […]
Hámark styrkja hækkað í 75.000 kr.
Stjórn Starfsafls samþykkti á síðasta stjórnarfundi að hækka hámarksupphæð einstaklingsstyrkja í 75.000 kr. Upphæð styrkja er miðuð við greidd iðgjöld síðustu 12 mánaða en hægt er að fá styrk (þá lægri) eftir 6 mánaða aðild. Styrkur getur þó aldrei orðið hærri en 75.000 kr eða mest 75% kostnaðar. Svokölluð lífsleikninámskeið eru styrkt að hámarki 20.000 kr eða mest […]
Eigin fræðsla Garðlistar ehf. styrkt
Garðlist ehf. hefur undirritað samning við Starfsafl um eigin fræðslu. Námskeiðin eru fyrir sumarstarfsmenn sem koma til með að vinna við slátt og hreinsun í sumar hjá fyrirtækinu. Garðlist er fyrirtæki sem býður upp á alhliða garðyrkjuþjónustu. Á sumrin starfa um 65 manns hjá fyrirtækinu en á veturnar eru u.þ.b. 20 fastráðnir starfsmenn. Garðlist hefur […]