Mímir útskrifar í verkferlum

Í byrjun desember útskrifaði Mímir nemendur frá Marel ehf í náminu Verkferlar í framleiðslu sem haldið var samkvæmt samningi við Marel.  Námið er enn eitt dæmið um framsýna mannauðsstefnu Marel en mikil áhersla er lögð á endur- og símenntun í fyrirtækinu.

Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá því starfa yfir 4.000 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og dótturfyrirtæki í fleiri en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila.

Marel_b_undirskr

Frá útskrift Mímis, f.v.: Eymundur Sigurðsson, Guðmundur Lárus Arason, Gísli Jens Vilborg, Svana Bára Gerber, starfsfólk Marel og Inga Jóna Þórisdóttir, verkefnastjóri hjá Mími-símenntun. Mynd: Efling stéttarfélag – Herdís Steinarsdóttir