Fosshótel Reykjavík fær fræðslustjóra

Starfsafl og IÐAN fræðslusetur skrifuðu undir samning í morgun við Fosshótel Reykjavík um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf er fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins.

Fosshótel Reykjavík er eitt nýjasta hótelið í Reykjavík og jafnframt það stærsta, glæsilegt fjögurra stjörnu hótel með ráðstefnuaðstöðu, veitingasölum, veitingastöðum og öllum þægindum.  Það er staðsett við Þórunnartún í göngufæri við miðborgina. Fyrirtækið vill nú færa fræðslu starfsmanna í markvissan búning og gera fræðsluáætlun sem hentar þörfum fyrirtækisins. Starfsmenn eru rúmlega 170, þar af eru félagsmenn með aðild að Starfsafli um 120 talsins.

Fosshotel_undirskr_1200px

Frá undirritun samninga í morgun, f.v. María Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi SAF, Sigríður Guðmundsdóttir, Attentus, fræðslustjóri að láni, Elísabet Einarsdóttir, starfsmannastjóri Íslandshótela, Jimmy Wallster og Thelma Theodórsdóttir, hótelstjórar Fosshótels Reykjavík, Sveinn Aðalsteinsson, Starfsafl, Selma Kristjánsdóttir, SVS, Hildur Elín Vignir, IÐAN fræðslusetur.