Kynning á Áttin.is um land allt

Í næstu viku verða haldnir kynningarfundir á Áttin.is – nýrri vefgátt fræðslusjóða atvinnulífsins þar sem 8 fræðslusjóðir bjóða þjónustu sína. Fyrirtæki eiga nú kost á að senda eina umsókn til eins, nokkurra eða allra sjóðanna, allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmannahópsins. Verkefnið er samvinna ASÍ og SA og kostað af fræðslusjóðunum. Boðskort hafa þegar verið send á beint öll fyrirtæki á þeim stöðum (og nágrenni) þar sem fundirnir eru haldnir auk auglýsinga í héraðsblöðum og auglýsinga 11. jan í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.

Kynningarfundirnir verða haldnir víða um land samkvæmt meðfylgjandi dagskrá. Attin_A4_Flyer_DagskráBoðið verður upp á kynningu, spjall og veitingar.