Lækjarbrekka fær fræðslustjóra að láni

Í morgun skrifuðu Starfsafl og IÐAN fræðslusetur undir samning við veitingahúsið Lækjarbrekku í Reykjavík um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Ragnar Matthíasson frá RM ráðgjöf er fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins.

Lækjarbrekka er nánast kennileiti í miðborg Reykjavíkur og hefur verið svo í áratugi, þekkt fyrir góðan mat og notalegt umhverfi. Mikill fjöldi íslendinga og erlendra ferðamanna nýtur veitinga Lækjarbrekku á ári hverju. Fyrirtækið vill nú færa fræðslu starfsmanna í markvissan búning og gera fræðsluáætlun sem hentar þörfum fyrirtækisins. Starfsmenn eru rúmlega 40, þar af eru félagsmenn með aðild að Starfsafli 18 talsins.

Laekjarbrekka_undirskr_FAL_1114

Frá undirskrift samninga í morgun, f.v. Ragnar Matthíasson, fræðslustjóri að láni, Valdís A. Steingrímsdóttir, Starfsafli, Hildur Elín Vignir, IÐUNNI, Fjóla Hauksdóttir, IÐUNNI, Jón Tryggvi Jónsson, eigandi Lækjarbrekku.