Menntadagur atvinnulífsins 28. jan.

Á morgun, fimmtudaginn 28. jan. verður haldinn Menntadagur atvinnulífsins á Hilton Reykjavík Nordica.  Menntadagurinn er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Sameiginleg dagskrá er frá kl. 8.30-10 en kl. 10.30-12 er boðið upp á fjölbreyttar málstofur þar sem samtökin fjalla um brýnustu menntamálin innan einstakra atvinnugreina. Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána eða dagskrána í heild. Einnig verður boðið upp á kynningar fræðslusjóða og fræðsluaðila á sérstöku menntatorgi en þar geta stjórnendur m.a. fengið greinargóðar upplýsingar um hvernig hægt er á einfaldan hátt að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks til að efla það í leik og starfi.  Sjá nánar dagskrá og skráningu hér.

Menntad