Category: Almennar fréttir

Kynning á Áttin.is um land allt

Kynning á Áttin.is um land allt

Í næstu viku verða haldnir kynningarfundir á Áttin.is – nýrri vefgátt fræðslusjóða atvinnulífsins þar sem 8 fræðslusjóðir bjóða þjónustu sína. Fyrirtæki eiga nú kost á að senda eina umsókn til eins, nokkurra eða allra sjóðanna, allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmannahópsins. Verkefnið er samvinna ASÍ og SA og kostað af fræðslusjóðunum. Boðskort hafa þegar verið send á […]

Fosshótel Reykjavík fær fræðslustjóra

Fosshótel Reykjavík fær fræðslustjóra

Starfsafl og IÐAN fræðslusetur skrifuðu undir samning í morgun við Fosshótel Reykjavík um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf er fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins. Fosshótel Reykjavík er eitt nýjasta hótelið í Reykjavík og jafnframt það stærsta, glæsilegt fjögurra stjörnu hótel með ráðstefnuaðstöðu, veitingasölum, veitingastöðum […]

Mímir útskrifar í verkferlum

Mímir útskrifar í verkferlum

Í byrjun desember útskrifaði Mímir nemendur frá Marel ehf í náminu Verkferlar í framleiðslu sem haldið var samkvæmt samningi við Marel.  Námið er enn eitt dæmið um framsýna mannauðsstefnu Marel en mikil áhersla er lögð á endur- og símenntun í fyrirtækinu. Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í […]

Lækjarbrekka fær fræðslustjóra að láni

Lækjarbrekka fær fræðslustjóra að láni

Í morgun skrifuðu Starfsafl og IÐAN fræðslusetur undir samning við veitingahúsið Lækjarbrekku í Reykjavík um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Ragnar Matthíasson frá RM ráðgjöf er fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins. Lækjarbrekka er nánast kennileiti í miðborg Reykjavíkur og hefur verið svo í áratugi, þekkt fyrir góðan mat og […]

Umsóknafrestur styrkja til og með 15. des.

Umsóknafrestur styrkja til og með 15. des.

Minnt er á að skila verður umsóknum og tilheyrandi gögnum um fræðslustyrki til skrifstofa stéttarfélaganna Eflingar, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis (VSKF) í síðasta lagi 15. desember n.k. til að fá greitt í desember. Útborgun styrkja í desember 2015 er fyrirhuguð miðvikudaginn 23. desember. Næsta útborgun sjóðsins eftir það verður föstudaginn […]

Farfuglar fá fræðslustjóra að láni

Farfuglar fá fræðslustjóra að láni

Í gær undirrituðu fulltrúar tveggja fræðslusjóða samning við Farfugla ses í Reykjavík um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks. Margrét Reynisdóttir frá Gerum betur ehf er fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins. Farfuglar Reykjavík reka gistiheimili á þrem stöðum í Reykjavík auk bókunarskrifstofu fyrir […]

Íshellirinn fær verðlaun SAF

Íshellirinn fær verðlaun SAF

Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar.  Verðlaunin voru afhent í fyrradag. Fjölgun ferðafólks á Íslandi hefur verið mikil síðustu misserin og við þær aðstæður er sérstaklega mikilvægt að horfa á hvernig hægt er bjóða fjölbreyttari afþreyingu og nýjar ferðavörur. Mikilvægur þáttur […]

Nám fyrir hótelþernur hafið

Nám fyrir hótelþernur hafið

Í byrjun nóvember hófst nám fyrir þernur í umsjón IÐUNNAR fræðsluseturs. Námið hefur verið í mótun undanfarna 3 mánuði í nánu samstarfi Starfsafls fræðslusjóðs, Eflingar stéttarfélags, Samtaka ferðaþjónustunnar, IÐUNNAR og hótelanna Icelandair Hotels og Center Hotels. Mjög mikilvægt var að hafa fulltrúa hótelanna með frá byrjun þannig að námið henti þörfum markhópsins vel. Tilraunakennsla í […]

Fjölmenni á fundi Áttarinnar

Fjölmenni á fundi Áttarinnar

Í morgun var haldinn morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016. Á fundinum var Áttin kynnt en hún er ný vefgátt sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntassjóðum og fræðslustofnunum. Áttin er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frá SA og […]

Kynning á sameiginlegri gátt fræðslusjóða

Kynning á sameiginlegri gátt fræðslusjóða

Annar fundur í fundarröðinni Menntun og mannauður sem Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök atvinnulífsins og önnur aðildarfélög í Húsi atvinnulífsins standa að verður haldinn þriðjudaginn 20. október kl. 8.30 – 9.30. Að þessu sinni verður fjallað um Áttina – nýja sameiginlega gátt starfsmenntasjóðanna. Tilgangur gáttarinnar er að auðvelda aðgengi og greiða leiðir fyrir starfsmenntun í fyrirtækjum. Dagskrá fundarins: „Þetta […]