Í gær undirrituðu fulltrúar tveggja fræðslusjóða samning við Farfugla ses í Reykjavík um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks. Margrét Reynisdóttir frá Gerum betur ehf er fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins. Farfuglar Reykjavík reka gistiheimili á þrem stöðum í Reykjavík auk bókunarskrifstofu fyrir […]
Category: Almennar fréttir
Íshellirinn fær verðlaun SAF
Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaunin voru afhent í fyrradag. Fjölgun ferðafólks á Íslandi hefur verið mikil síðustu misserin og við þær aðstæður er sérstaklega mikilvægt að horfa á hvernig hægt er bjóða fjölbreyttari afþreyingu og nýjar ferðavörur. Mikilvægur þáttur […]
Nám fyrir hótelþernur hafið
Í byrjun nóvember hófst nám fyrir þernur í umsjón IÐUNNAR fræðsluseturs. Námið hefur verið í mótun undanfarna 3 mánuði í nánu samstarfi Starfsafls fræðslusjóðs, Eflingar stéttarfélags, Samtaka ferðaþjónustunnar, IÐUNNAR og hótelanna Icelandair Hotels og Center Hotels. Mjög mikilvægt var að hafa fulltrúa hótelanna með frá byrjun þannig að námið henti þörfum markhópsins vel. Tilraunakennsla í […]
Fjölmenni á fundi Áttarinnar
Í morgun var haldinn morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016. Á fundinum var Áttin kynnt en hún er ný vefgátt sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntassjóðum og fræðslustofnunum. Áttin er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frá SA og […]
Kynning á sameiginlegri gátt fræðslusjóða
Annar fundur í fundarröðinni Menntun og mannauður sem Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök atvinnulífsins og önnur aðildarfélög í Húsi atvinnulífsins standa að verður haldinn þriðjudaginn 20. október kl. 8.30 – 9.30. Að þessu sinni verður fjallað um Áttina – nýja sameiginlega gátt starfsmenntasjóðanna. Tilgangur gáttarinnar er að auðvelda aðgengi og greiða leiðir fyrir starfsmenntun í fyrirtækjum. Dagskrá fundarins: „Þetta […]
Námsefnisgerð í ferðaþjónustu styrkt
Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og VAKANS um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í VAKANUM – gæðakerfi ferðaþjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) höfðu frumkvæði að því að efla samstarf milli […]
N1 bætir í eigin fræðslu fyrirtækisins
Starfsafl og N1 undirrituðu samning í gær um viðbótarstyrki sjóðsins til eigin fræðslu fyrirtækisins. Um er að ræða fyrirhuguð viðbótarnámskeið við áður samþykkta fræðsluáætlun um eigin fræðslu fyrirtækisins. N1 heldur úti fjölbreyttu fræðslustarfi, bæði með aðkeyptum námskeiðum og eigin leiðbeinendum. Í mörgum tilvikum er besta þekkingin innanhúss hjá fyrirtækjum og styrkir Starfsafls til eigin fræðslu er vel […]
Samstarf við Retor málaskóla
Starfsafl og Retor tungumálaskóli ehf. hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslu. Samningur felur í sér að hvor aðili um sig kynnir þjónustu hins fyrir fyrirtækjum. Starfsafl hefur gert fjölda slíkra samninga við fræðsluaðila sem miðast að því að kynna þjónustu sjóðsins fyrir fyrirtækjum. Retor Tungumálaskóli hefur frá stofnun árið 2008 sérhæft sig […]
Nýir bæklingar Starfsafls komnir út
Starfafl hefur gefið út nýja kynningarbæklinga, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Áhersla hefur verið lögð á stutta texta með hnitmiðuðum upplýsingum en vísað á vefsíðu sjóðsins fyrir frekari upplýsingar. Bæklinga má nálgast á skrifstofum stéttarfélaganna Eflingar, Hlífar og VSFK og á skrifstofu sjóðsins. Hér má nálgast bækling um einstaklingsstyrki (pdf) og fyrirtækjastyrki (pdf)
Actavis fær fræðslustjóra að láni
Fulltrúar Starfsafls og Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (SVS) skrifuðu nýlega undir samning við Actavis ehf um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Árný Elíasdóttir frá Attentus – mannauði og ráðgjöf ehf verður fræðslustjóri að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins á tímum mikilla breytinga hjá fyrirtækinu. Móðurfélag Actavis ehf tilkynnti fyrr á […]