Hamborgarafabrikkan komin með fræðslugreiningu

Í gær lauk formlega verkefninu Fræðslustjóri að láni hjá Nautafélaginu ehf. Ragnar Matthíasson, mannauðsráðgjafi hjá RM ráðgjöf var fræðslustjóri að láni og vann hann þarfagreiningu og kortlagði hæfni og þjálfunarþörf fyrirtækisins.

Það voru þrír fræðslusjóðir sem á sínum tíma undirrituðu samning um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóður verslunarinnar.

Nautafélagið ehf. rekur Hamborgarafabrikkunna og eru Fabrikkurnar þrjár talsin, staðsettar á Höfðatorgi, í Kringlunni og á Hótel Kea Akureyri. Starfsmenn eru rétt rúmlega 100.

Hamborgarafabrikkan