Subway fékk fræðslustjóra að láni

Í síðustu viku undirrituðu þrír fræðslusjóðir samning við Subway á Íslandi að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Starfsafl, Landsmennt og SVS. Sverrir Hjálmarsson ráðgjafi frá Vexti-mannauðsráðgjöf ehf. er fræðslustjóri að láni og mun hann vinna þarfagreiningu og kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtækisins.

Subway staðirnir eru 23 á Íslandi. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er að finna Subway veitingarstaði í Keflavík, Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, á Akureyri, Selfossi, Akranesi og Egilsstöðum. Subway á Íslandi er hluti af alþjóðlegri keðju rúmlega 40 þúsund veitingarstaða í rúmlega 100 löndum um allan heim. Starfsmenn Subway á Íslandi eru um 340 talsins.

Subway2