Fræðslustjóri til AÞ Þrif ehf.

Fulltrúar tveggja fræðslusjóða undirrituðu samning við AÞ-Þrif ehf. að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunarinnar. Sverrir Hjálmarsson ráðgjafi frá Vexti-mannauðsráðgjöf ehf. er fræðslustjóri að láni og mun hann vinna þarfagreiningu og kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtækisins.

AÞ-Þrif ehf. er hreingerningafyrirtæki sem formlega tók til starfa í júlí 2006. Helsta sérsvið fyrirtækisins er iðnaðarþrif fyrir byggingarverktaka og gluggaþvottur, en einnig hefur það verið að gjóða upp á almenn þrif í auknum mæli. Hjá fyrirtækinu starfa um 90 manns.

AÞ þrif 1456x819

Sveinn Aðalsteinsson Starfsafli, Gerða Þóra Hafsteinsdóttir AÞ-Þrif, Bjarndís Lárusdóttir Starfsmenntasjóður verslunarinnar og Sverrir Hjálmarsson Vöxtur-mannauðsráðgjöf