Fræðslustjóri til Northern Light Inn

Í gær undirrituðu fulltrúar þriggja fræðslusjóða samning við Northern Light Inn um að lána fyrirtækinu fræðslustjóra. Sjóðirnir eru Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks. Birna Vilborg Jakobsdóttir og Ragnheiður Eyjólfsdóttir frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) eru fræðslustjórar að láni. Fræðslustjóranum er ætlað að aðstoða fyrirtækið við að kortleggja hæfni og þjálfunarþörf starfsmanna fyrirtæksins.

Northern Light Inn er 32 herbergja hótel í næsta nágrenni við Bláa lónið. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 29 þar af eru félagsmenn með aðild að Starfsafli um 9 talsins.

FAL Northern Light

Frá undirritun samninga í gær, f.v. Birna Vilborg Jakobsdóttir (MSS), Eva Demireva (SVS), Valdís Steingrímsdóttir (Starfsafl), Ragnheiður Eyjólfsdóttir (SVS), Friðrik Einarsson (Northern Light Inn) og Kristín Njálsdóttir (Landsmennt).