Icelandair Hotels menntafyrirtæki ársins

Icelandair Hotels er menntafyrirtæki ársins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti í morgun menntaverðlaun atvinnulífsins á menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn í þriðja sinn á Hilton Reykjavík Nordica.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að hjá Icelandair Hotels sé unnið af mikilli fagmennsku og metnaði að fræðslumálum starfsmanna. Þar starfa að meðaltal um 700 manns af 25 þjóðernum og er markmið fyrirtækisins að allir starfsmenn geti sótt sér fræðslu við hæfi.

„Fræðslumál eru forgangsmál hjá Icelandair hótelum og sú fjárfesting hefur skilað sér í auknum gæðum og starfsánægju. Verkefninu er hvergi nærri lokið og munum við halda áfram að þróa fræðslumálin til að standa undir síbreytilegum þörfum viðskiptavina og starfsfólks,“ segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Icelandair Hotels, er forstöðumaður starfsmanna-og gæðasviðs.

Þess má geta að Starfsafl hefur átt langt og farsælt samstarf við Icelandair Hotels m.a. komið að fjármögnun verkefnisins “Fræðslustjóri að láni” sem lauk á síðasta ári hjá fyrirtækinu. Jafnframt hefur fyrirtækið tekið þátt í þróun þernunáms með Starfsafli ásamt Center Hotels.

Starfsafl óskar Icelandair Hotels hjartanlega til hamingju með árangurinn!

menntafyrirtaeki-arsins-2016

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna-og gæðasviðs Icelandair Hotels, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels.
(Mynd: Samtök atvinnulífsins. Byggt á frétt á vef Samtaka atvinnulífsins: http://sa.is/frettatengt/frettir/icelandair-hotels-menntafyrirtaeki-arsins/)