Lísbet Einarsdóttir

Árið fer vel af stað hjá Starfsafli

Árið fer vel af stað hjá Starfsafli

Það er óhætt að segja að árið fari vel af stað hjá Starfsafli, en samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í janúar var 35.3 milljónir króna sem er 6 milljónum krónum hærra en fyrir sama tímabil síðasta árs. Við fögnum því svo sannarlega því á bak við fjárhæðina er fjöldi einstaklinga sem sótt hefur […]

Mikilvægi þess að hafa fræðslustefnu

Mikilvægi þess að hafa fræðslustefnu

Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki og starfsfólk þess að til sé stefna í fræðslumálum.  Í því felst að sett er á blað hvað fyrirtæki ætlar sér í þeim málum. Fræðslustefna þarf að vera í takt við markmið og framtíðarsýn fyrirtækisins og vera sönn, ekki bara orð á blaði.  Þó er vert að undirstrika að það […]

Nú er lag að skipuleggja fræðslu ársins 2022

Nú er lag að skipuleggja fræðslu ársins 2022

Í upphafi árs fara stjórnendur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum að huga að fræðslu fyrir sitt starfsfólk.  Fyrir marga stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs getur það verið leikur einn en fyrir aðra getur það verið flókið og erfitt að koma því við.  Engu að síður er það mikilvægt og sannarlegur […]

Við kveðjum árið sem var REPLAY

Við kveðjum árið sem var REPLAY

Nýtt ár er runnið upp. Við kveðjum það gamla og  horfum bjartsýn fram á veginn, tökum nýju ári fagnandi. Árið sem við kveðjum var endurtekning á árinu sem var þar á undan þar sem ekkert varð aftur eins og ætlað var öllum að óvörum.  Reynslan var þó komin og endurtekningin  öllu einfaldari og ef til […]

Flóð umsókna í síðasta mánuði ársins

Flóð umsókna í síðasta mánuði ársins

Það er óhætt að segja að síðasti mánuður ársins hafi hreinlega sprungið í fjölda umsókna frá fyrirtækjum. Þær streymdu inn sem aldrei fyrr og  25% af þeirri fjárhæð sem fór í styrki til fyrirtækja á árinu,  var greidd út í desember.  Það þurfti því heldur betur að bretta upp ermar og spýta í lófa, því […]

Framkvæmdastjóri Starfsafls ritar í Hjálm

Framkvæmdastjóri Starfsafls ritar í Hjálm

Í nýjasta tölublaði Hjálms, fréttablaðs Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, má finna árleg skrif framkvæmdastjóra Starfsafls, Lísbetu Einarsdóttur. Að þessu sinni er sjónum beint að fyrirtækjum og þeim möguleikum sem þau hafa til að styðja við starfsmenntun sinna starfsmanna með Starfsafl sem bakhjarl.   Þau eru teljandi á fingrum annarar handar þau fyrirtæki sem fullnýta rétt sinn […]

27 milljónir í styrki í nóvember

27 milljónir í styrki í nóvember

Starfsmenntun og starfsþróun starfsfólks er ekki einhliða ákvörðun stjórnenda heldur samtal á milli beggja aðila en þarf að taka mið af því umhverfi sem starfað er í,framtíðarsýn og markmiðum. Starfsafl styður við hvorutveggja en það er alltaf sérstaklega ánægjulegt að afgreiða styrki til fyrirtækja sem styðja sannarlega við starfsþróun starfsfólks. Í nóvember var samanlögð styrkfjárhæð […]

Afgreiðsla umsókna fyrir áramót

Afgreiðsla umsókna fyrir áramót

Við viljum vekja athygli á því að umsóknir fyrirtækja þurfa að berast fyrir mánudaginn 13. desember ef þær eiga að fá afgreiðslu fyrir áramót. Ekki ert tryggt að umsókn sem berst eftir þann tíma verði afgreidd fyrr en á nýju ári. Við viljum minna á að fyrirtæki geta sótt um styrk og lagt fram reikning […]

90% styrkhlutfall framlengt til 1. maí 2022

90% styrkhlutfall framlengt til 1. maí 2022

Stjórn Starfsafls hefur samþykkt framlengingu á 90% endurgreiðslu til 1.maí 2022 Hækkun styrkfjárhæðar á við um styrki til einstaklinga sem og fyrirtækja. Vegna fyrirtækja: Vegna styrkja til fyrirtækja gilda þær reglur sem fyrir eru en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%.  Athugið að sem fyrr þarf að skila inn […]

Starfsmenntasjóðir kynntir

Starfsmenntasjóðir kynntir

Fimmtudaginn 4. nóvember síðastliðinn var Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, með erindi á vegum Félags mannauðsfólks um starfsmenntasjóði atvinnulífsins og Áttina, vefgátt sjóða. Fundurinn var stafrænn. Það var kærkomið að fá þetta tækifæri og sérstaklega gaman að fá að kynna þetta á þessum vettvangi, en sjóðirnir vinna stöðugt að því að ná til fleiri fyrirtækja og […]