Starfsafl styrkir gerð netskóla Lemon

Undir lok síðasta árs barst Starfsafli  áhugaverð umsókn um styrk vegna klasa- og þróunarverkefnis. Á bak við verkefnið voru fjögur fyrirtæki sem standa að vörumerkinu Lemon og svo ráðgjafi verkefnisins. Verkefnið sem sótt var um styrk vegna var uppbygging á stafrænu fræðsluumhverfi fyrir starfsmenn Lemon á landsvísu. Verkefnið var mjög metnaðarfullt og samþykkti stjórn Starfsafls að leggja verkefninu til umbeðinn styrk.  Auk Starfsafls styrkti Landsmennt verkefnið, en  95%  starfsfólks Lemon er félagsmenn þeirra stéttafélaga sem standa að þessum tveimur sjóðum. 

Skemmst er frá því að segja að verkefninu er lokið og mikil ánægja með afurðina sem nú er aðgengileg öllu starfsfólki og stjórnendum fyrirtækjanna.

Auk Starfsafls styrkti Landsmennt verkefnið, en  95%  starfsfólks Lemon er félagsmenn þeirra stéttafélaga sem standa að þessum tveimur sjóðum. 

Fræðsluefnið var byggt á þarfagreiningu Fræðslustjóra að láni, ferlum fyrirtækjanna, gildum og stefnu Lemon. Í stafræna fræðsluumhverfinu eru nú tilbúin vefnámskeið sem keypt eru af fræðsluaðilum, efni sem sérstaklega er sniðið að þörfum Lemon og fræðsluefni sem er unnið af starfsmönnum fyrirtækjanna í samvinnu við KaySig ehf, ráðgjafa verkefnisins.

Það má með sanni segja að Netskóli Lemon sé framtíðarfjárfesting í fræðslu sem auðveldlega má uppfæra með því að skipta út námsefni í takt við þróun og breytingar á starfsemi fyrirtækisins. Með fræðsluumhverfinu hefur verið lagður grundvöllur að því að allir starfsmenn sem hefja störf hjá Lemon, óháð staðsetningu, fái sömu fræðsluna. Þetta mun auka öryggi starfsmanna sem og bæta þjónustustig fyrirtækjanna. Að sama skapi geta eldri starfsmenn stundað endur- og símenntun á mjög aðgengilegan og þægilegan hátt.

Við óskum starfsfólki og stjórnendum Lemon hjartanlega til hamingju með Netskóla Lemon.

 

 

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is 

Myndirnar með fréttinni er fengnar að láni af fésbókarsíðu fyrirtækisins