25 milljónir greiddar út í mars

Það er alltaf áhugavert að skoða tölur mánaðarins og bera saman við fyrri ár. Það gefur örlitla innsýn í atvinnulífið og taktinn þar í fræðslu- og menntamálum. Nú er til að mynda  aðeins farið að bera á því að fyrirtæki séu að undirbúa það að taka á móti sumarstarfsfólki, oftar en ekki ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Fyrirtæki eru því mörg hver að velta fyrir sér nýliðaþjálfun, hvað er styrkt og hvað ekki og tölur næstu mánuða munu endurspegla það.

Marsmánuður nú var frkar rólegur þegar litið er til umsókna frá fyrirtækjum.  Heildargreiðsla styrkja í mars til einstaklinga og fyrirtækja var hinsvegar samanlagt 24.7 milljónir króna, þar af var 23.5 milljónir vegna einstaklingsstyrkja.

Styrkir til fyrirtækja

Það bárust fáar umsóknir frá fyirrtækjum þennan mánuðinn en aðeins 9 umsóknir bárust frá 6 fyrirtækjum, þar af voru 3 umsóknir vegna eigin fræðslu fyrirtækis. Í slíkum tilfellum þarf að undirrita samning sem gefur heimild til að sækja um styrk vegna eigin fræðslu, sjá nánar í reglum um styrki til fyrirtækja. Aðrir styrkir voru vegna vinnuvélanámskeiða, íslensku, vinnu- og flugverndar, gæðastjórnunar og vinnustaðamenningar. Á bak við styrki til fyrirtækja eru 104 félagsmenn.

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð til einstaklinga var 23,5 milljónir kr. Sú fjárhæð skiptist sem hér segir:

Efling kr. 16.302.906,-

VSFK kr. 5.640.791,-

Hlíf kr. 1.535.663,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér