Kynningarmyndband um Áttina, vefgátt sjóða

Réttur til að sækja um styrk hjá Starfsafli myndast sjálfkrafa og um leið og launatengd gjöld hafa verið greidd. Öll fyrirtæki, óháð stærð, eiga sama rétt og má sjá reglurnar hér. Hámark til hvers fyrirtækis er 3 milljónir króna  á ári og sótt er um á www.attin.is  Átta starfsmenntasjóðir  hafa sameinast um þá vefgátt sem tekur við umsóknum og fylgigögnum til eins, fleiri eða allra sjóðanna, allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.

Á vefgáttinni eru frekari upplýsingar um hvernig er sótt um, hvers konar styrkir eru í boði, reglur og listi yfir fræðsluaðila en hér fyrir neðan er örstutt kynningarmyndband.

 

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is