Framkvæmdastjóri í Frjálsri verslun

Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar, sem út kom í byrjun mánaðarins, er viðtal við framkvæmdastjóra Starfsafls, Lísbetu Einarsdóttur.  Til umfjöllunar voru starfsmenntamál og styrkir til fyrirtækja. 

Þar segir hún meðal fagna því þegar ný fyrirtæki sækja um en engu að síður sé það aðeins lítið brot fyrirtækja sem nýta rétt sinn hjá sjóðnum á ári hverju.  Þá vísar hún til rannsókna sem taka til fræðslu innan fyrirtækja og segir talsvert skorta upp á þroskann þar. “Við þurfum viðhorfsbreytingu, stjórnendur fyrirtækja þurfa að líta á þjálfun og fræðslu starfsfólks sem fjárfestingu en ekki kostnað og starfsfólk þarf að bera ábyrgð á eigin starfsþróun. Ábyrgðin er beggja. Þá hafa rannsóknir sýnt að ákvarðanataka þegar kemur að fræðslu er sjaldnast stefnumiðuð en það hlýtur að vera lykilatriði að svo sé. Handahófskennd ákvaðrðanataka í samkeppnisumhverfi er ekki vænleg til árangurs. Það þarf að gera betur,,

….stjórnendur fyrirtækja þurfa að líta á þjálfun og fræðslu starfsfólks sem fjárfestingu en ekki kostnað og starfsfólk þarf að bera ábyrgð á eigin starfsþróun.

Í sama blaði er auglýsing þar sem birtur er listi yfir öll þau fyrirtæki sem fengu styrk (endurgreiðslu á útlögðum kostnaði) vegna fræðslu fyrirtækis árið 2021.