90% styrkhlufall framlengt til haustsins

Stjórn Starfsafls hefur samþykkt framlengingu á 90% endurgreiðslu / styrk til 30. september 2022.  Ekki er gert ráð fyrir frekari framlengingum svo nú fer hver að verða síðastur áður en styrkhlutfall verður lækkað aftur í 75%.

Framlengingin nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja sem greiða starfstengt nám fyrir sitt starfsfólk.  Réttur fyrirtækis til að sækja um styrk myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd.  

Styrkir til fyrirtækja:

  • Allt starfstengt nám er stykrt
  • Styrkt er nám einstakra starfsmanna og hópa
  • Hámark styrkfjárhæðar er 3 milljónir króna á ári
  • Allar umsóknir eru afgreiddar innan 5 virkra daga, ef öll gögn fyglja
  • Reikningur þarf að vera á kennitölu fyrirtækis
  • Reikningur getur verið allt að 12 mánaða

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér