Hvernig er með þitt sumarstarfsfólk?

Með sumrinu kemur sumarstarfsfólkið og í mörgum tilvikum er um að ræða ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Oft vantar upp á reynslu og hæfni og þá er ánægjulegt að segja frá því að fjöldi fyrirtækja sér hag í þvi að greiða fyrir sitt sumarstarfsfólk allskonar vinnuvélanám sem veitir réttindi sem þeir einstaklingar taka með sér áfram og geta nýtt í framtíðarstörfum.

Þá eru ótalin önnur námskeið sem fyrirtæki bjóða upp á og eru góður grunnur fyrir öll framtíðarstörf, svo sem námskeið sem taka til vinnuverndar, gæðastjórnunar og samskipta, svo fátt eitt sé talið. Að sjálfsögðu er síðan hægt að sækja um styrk sem felur í sér endurgreiðslu á kostnaði til Starfsafls og nýta þannig sinn rétt hjá sjóðnum, sem myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld hafa verið greidd.

Athugið að viðkomandi þarf að vera komin á launaskrá þegar námið er sótt, námið þarf að vera starfstengt og hægt er að sækja um þegar skilagreinar hafa verið sendar inn og iðgjöld greidd.

Ekki hika við að senda okkur línu ef þig langar að vita meira um það hvernig þú getur stutt við þitt starfsfólk.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is 

Myndin með fréttinni er fengin hér