Ársfundur Starfsafls 12 maí, skráning hafin

Eftir tveggja ára hlé er loksins blásið til ársfundar Starfsafls. Hann verður haldinn fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 13:30 – 15:30 á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica.

Athugið að fjöldi gesta er takmarkaður og því borgar sig að skrá sig fyrr en seinna, síðast komust færri að en vildu.

Dagskráin samanstendur af stuttum en fróðlegum erindum:

  • Gurrý frá Lemon veitir innsýn í Netskóla Lemon, sjá hér
  • Kristján frá Hótel Klett deilir með gestum sinni nálgun á fræðslu innan hótelsins, sjá hér
  • Birna Dröfn heldur erindi undir yfirskriftinni, með sköpunargleðina að vopni, sjá hér

Við hvetjum áhugasama til að skrá sig en ársfundur Starfsafls hefur alla jafna verið vel sóttur enda frábært tækifæri tl að hitta aðra þá sem brenna fyrir mannauðs- og fræðslumálum. 

Að loknum fundi verður boðið upp á veitingar og tengslamyndun.  

Skráning er einföld, aðeins þarf að senda pósta á starfsafl@starfsafl.is og tiltaka nafn þátttakanda og netfang.

Athugið að þessum pósti má endilega deila. 

Samantekið:

  • Ársfundur Starfsafls
  • Hvar; Vox Club Hilton Reykjavík Nordica
  • Hvenær: 12. maí kl. 13:30 – 15:30
  • Skráning: starfsafl@starfsafl.is

 

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér