90% styrkhlutfall til 31. desember 2022

Stjórn Starfsafls samþykkti á sínum síðasta fundi fyrir sumarið framlengingu á 90% endurgreiðslu / styrk til ársloka 2022.   Ekki er gert ráð fyrir frekari framlengingum. 

Framlengingin nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja sem greiða starfstengt nám fyrir sitt starfsfólk.  

Styrkir til fyrirtækja:

  • Réttur fyrirtækis til að sækja um styrk myndast sjálfkrafa um leið og launatengd gjöld starfsmanns eru greidd.  
  • Allt starfstengt nám er styrkt
  • Styrkt er nám einstakra starfsmanna og hópa
  • Hámark styrkfjárhæðar er 3 milljónir króna á ári
  • Allar umsóknir eru afgreiddar innan 5 virkra daga, ef öll gögn fylgja
  • Reikningur þarf að vera á kennitölu fyrirtækis
  • Reikningur getur verið allt að 12 mánaða (athugið að frá og með áramótum lækkar styrkhlutfallið). 

Vegna einstaklinga:

Vegna styrkja til einstaklinga gilda þær reglur sem fyrir eru og taka til áuninna réttinda en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%. 

Ekki hika við að senda okkur línu ef frekari upplýsinga er þörf

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér