Lísbet Einarsdóttir

Algjört hrun í umsóknum frá fyrirtækjum

Algjört hrun í umsóknum frá fyrirtækjum

Fjöldi umsókna frá fyrirtækjum í ágúst voru sögulega fáar og segja má að það sé í raun algjört hrun í umsóknum frá fyrirtækjum.   Í mánuðinum hafa borist fjórar umsóknir frá 3 fyrirtækjum. Það er hinsvegar ánægjulegt að ekkert þessara fyrirtækja hefur áður sótt til sjóðsins og við fögnum því alltaf þegar ný fyrirtæki átta sig […]

Viltu aðstoð við fræðslumálin?

Viltu aðstoð við fræðslumálin?

Það er fátt eðlilegt við það ástand sem nú ríkir á vinnumarkaði og fyrir marga sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs er erfitt að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar ekki vitandi hvort eða hversu margir eru eða verða starfandi á komandi vikum og mánuðum.  Engu að síður er mikilvægt að […]

Fræðsluefni vegna Covid 19

Fræðsluefni vegna Covid 19

Móttaka ferðamanna, íslenskra sem erlendra, þarf að taka mið af þeim aðstæðum sem nú eru vegna Covid 19, svo sem hvað skuli gera ef grunur vaknar um veikindi viðskiptavina og hvernig forðast skuli smit. Með því að fræða og þjálfa starfsfólk verður það betur undir það búið að taka á móti viðskiptavinum og veita góða […]

Minnum á allt að 90% endurgreiðslu

Minnum á allt að 90% endurgreiðslu

Í apríl síðastliðnum samþykkti stjórn Starfsafls  allt að   90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða / náms í stað 75% endurgreiðslu, til að mæta núverandi ástandi í samfélaginu.  Miðað var við tímabilið 15.mars til 15. júní 2020 sem síðan var framlengt til 30. september 2020.  Hækkun styrkfjárhæðar á  við um styrki til einstaklinga sem og fyrirtækja […]

Tæpar 18 milljónir í styrki í júlí

Tæpar 18 milljónir í styrki í júlí

Júlímánuður er alla jafna rólegasti mánuður ársins hvað afgreiðslu styrkumsókna varðar og var júlímánuður þessa árs þar ekki undanskilinn. Engu að síður greiddi Starfsafl samanlagt tæpar 18 milljónir króna í styrki þennan mánuðinn.  Styrkir til fyrirtækja Fjöldi umsókna frá fyrirtækjum taldi 19 umsóknir frá 7 fyrirtækjum og var heildarfjáræð greiddra styrkja rúmlega ein milljón króna.  […]

Allt að ársgamlir reikningar eru gildir

Allt að ársgamlir reikningar eru gildir

Við viljum minna á að fyrirtæki geta sótt um styrk og lagt fram reikning sem er allt að ársgamall. Skilyrði er að sá starfsmaður sem sótt er um styrk vegna hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu þegar námskeið fór fram, nafn hans og kennitala komi fram á reikningi þar sem fyrirtækið er tilgreindur greiðandi og iðgjöld […]

Skrifstofa Starfsafls lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Starfsafls lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Starfsafls verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 24. júlí til 10. ágúst 2020. Umsóknir fyrirtækja er sem fyrr hægt að leggja inn á www.attin.is og verða allar umsóknir sem berast á fyrrgreindum tíma afgreiddar vikuna 10 – 14. ágúst ef öll tilskilin gögn fylgja  sjá hér Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer […]

Íslenska Gámafélagið styrkt vegna fræðslu

Íslenska Gámafélagið styrkt vegna fræðslu

Undir lok júnímánaðar var afgreiddur styrkur til Íslenska Gámafélagsins að upphæð kr. 770.000,-  Styrkurinn var vegna námskeiða í íslensku, meiraprófa 2ja starfsmanna, ADR námskeiða og endurmenntunar atvinnubílstjóra. Alls voru 7 starfsmenn á bak við styrkfjárhæðina. Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að […]

Brim hf styrkt vegna stafrænnar fræðslu

Brim hf styrkt vegna stafrænnar fræðslu

Í vikunni var afgreiddur styrkur til Brims hf vegna tveggja umsókna. Styrkurinn var rétt yfir einni milljón og var vegna námskeiða á stafrænu formi. Styrkurinn var veittur vegna 112 starfsmanna fyrirtækisins* og var annarsvegar vegna námskeiðs í gæðastjórnun á vegum Sýni hf og hinsvegar gæði og meðferð matvæla á vegum Fisktækniskóla Íslands. Á seinna námskeiðinu […]

Fjöldi umsókna í Sólmánuði

Fjöldi umsókna í Sólmánuði

Til forna hét júnímánuður Sólmánuðurinn og má með sanni segja að það hafi verið réttnefni þennan mánuðinn. Sólardagarnir voru þó að öllum líkindum mun færri en fjöldi umsókna. Á skrifstofu Starfsafls var allt eins og vera ber að teknu tilliti til aðstæðna í samfélaginu. Mikið var um fyrirspurnir og ljóst að rekstraraðilar leita leiða til […]