Nú fer hver að verða síðastur

Við minnum á allt að 90% endurgreiðslu af kostnaði vegna starfstengdra námskeiða / náms í stað 75% endurgreiðslu,til áramóta. Það er því sannarlega tækifærið núna til að rýna í hæfni, þekkingu og færni og fjárfesta í starfsþróun.

Hækkun styrkfjárhæðar á  við um styrki til einstaklinga sem og fyrirtækja og tekur til náms sem keypt er og reikninga sem gefnir eru út á tímabilinu 15. mars til  31. desember 2020 og uppfylla eftirfarandi skilyrði, sjá hér

Þá er veitt ákveðin undanþágu vegna þeirra sem eru í námi og hafa verið án atvinnu sem og þeirra sem hafa misst starfið sitt.  Almenna reglan er sú að greiða þarf fyrir nám eða námskeið á meðan viðkomandi er í starfi og sækja um styrk vegna þess innan þriggja mánaða.  Til að mæta núverandi ástandi má greiða fyrir nám eða námskeið á þessu þriggja mánaða tímabili (í því felst að viðkomandi þarf ekki að vera starfandi þegar greitt er fyrir námskeiðið).  Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hlutaðeigandi stéttafélags, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Vegna einstaklinga:

Vegna styrkja til einstaklinga gilda þær reglur sem fyrir eru og taka til áuninna réttinda en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%. Sjá reglur hér 

Vegna fyrirtækja:

Vegna styrkja til fyrirtækja gilda þær reglur sem fyrir eru en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%. Sjá reglur hér

Því til viðbótar er á það bent að fyrirtæki sem hafa nú þegar fengið styrk vegna stafræns fræðsluumhverfis geta jafnframt nýtt sér þetta og fengið allt að 90% endurgreiðslu á kostnaði vegna stafrænna námskeiða sem keypt eru.  

Athugið að sem fyrr þarf að skila inn lýsingu á námskeiði, reikningi, staðfestingu á greiðslu og lista yfir þátttakendur þar sem fram koma nöfn, kennitölur og stéttafélagsaðild. 

Að endingu viljum við minna á að hægt er að leggja fram reikninga sem eru allt að ársgamlir.  

Ekki hika við að senda okkur línu ef frekari upplýsinga er þörf.

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna

Myndin með fréttinni er fengin hér