Afgreiðsla umsókna fyrir áramót

Við viljum vekja athygli á því að umsóknir fyrirtækja þurfa að berast fyrir mánudaginn 14. desember ef þær eiga að fá afgreiðslu fyrir áramót. Ekki ert tryggt að umsókn sem berst eftir þann tíma verði afgreidd fyrr en á nýju ári.

Endurgreiðsla / styrkhlutfall er 90% af kostnaði vegna starfstengdrar fræðslu til áramóta.

Við viljum minna á að fyrirtæki geta sótt um styrk og lagt fram reikning sem er allt að ársgamall. Skilyrði er að sá starfsmaður sem sótt er um styrk vegna hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu þegar námskeið fór fram, nafn hans og kennitala komi fram á reikningi þar sem fyrirtækið er tilgreindur greiðandi og iðgjöld hafi borist viðkomandi stéttafélagi.

Umsóknir til Starfsafls eru afgreiddar innan 5 virkra daga, ef öll tilskylin gögn fylgja.

Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna. Sótt er um á www.attin.is

Frekari upplýsingar má finna á vef Starfsafls undir styrkir til fyrirtækja eða senda fyrirspurn á starfsafl@starfsafl.is

Myndin með fréttinni er fengin hér