90% endurgreiðsla til 1. maí
Stjórn Starfsafls hefur samþykkt framlengingu á 90% endurgreiðslu til 1. maí 2021.
Hækkun styrkfjárhæðar á við um styrki til einstaklinga sem og fyrirtækja og tekur til náms sem keypt er og reikninga sem gefnir eru út eftir 15. mars 2020 og uppfylla eftirfarandi skilyrði, sjá hér
Vegna einstaklinga:
Vegna styrkja til einstaklinga gilda þær reglur sem fyrir eru og taka til áuninna réttinda en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%. Sjá reglur hér
Vegna fyrirtækja:
Vegna styrkja til fyrirtækja gilda þær reglur sem fyrir eru en í stað 75% endurgreiðslu af kostnaði getur endurgreiðsla orðið allt að 90%. Sjá reglur hér
Athugið að sem fyrr þarf að skila inn lýsingu námskeiðs, greiddum reikningi og lista yfir þátttakendur þar sem fram koma nöfn, kennitölur og stéttafélagsaðild.
Ekki hika við að senda okkur línu ef frekari upplýsinga er þörf.
* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna
Myndin með fréttinni er fengin hér