Síðasti mánuður ársins 2020 tekinn með trompi

Í síðasta mánuði ársins streymdu inn umsóknir sem aldrei fyrr frá fyrirtækjum en hvert fyrirtæki getur sótt um allt að 3 milljónir króna innan almannaksársins. Afgreiðsla styrkja fer eftir ákveðnum reglum og geta því öll fyrirtæki með starfsfólk í hlutaðeigandi stéttafélögum sótt um til sjóðsins. Um reglur og skilgreiningar á því hvað er styrkhæft má sjá hér

Það var vel við hæfi að klára síðasta mánuð ársins með þessum hætti og óhætt að segja að fyrirtæki hafa ekki látið samkomubann og aðrar hindranir í vinnuumhverfinu standa í vegi fyrir fræðslu heldur nýtt  sér tæknina þar sem því hefur verið við komið.  Vel gert. 

Styrkir til fyrirtækja

Alls bárust sjóðnum 54 umsóknir í desembermánuði frá 27 fyrirtækjum. Í flestum tilfellum var um að ræða fyrirtæki sem hafa sótt með reglubundnum hætti til sjóðsins en nokkur fyrirtæki voru að sækja um í fyrsta sinn og það er alltaf gleðilegt.

Heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja var 10.4 milljónir króna og á bak við þá fjárhæð rúmlega 1200 félagsmenn. 

Námskeiðin voru fjölbreytt samanber neðangreint yfirlit; 

ADR
Eigin fræðsla
Endurmenntun bílstjóra
Fæðuofnæmi
Frumnámskeið
Gæðastjórnun
Gerð fræðsluefnis
Íslenska
Lean fræðsla og þjálfun
Leiðtogafærni
Meirapróf
Nýliðaþjálfun
Öryggisvarðanámskeið
Samskipti
Skyndihjálp
Stafræn áskrift
Tímaskráningarkerfi
Tölvunámsskeið
Vinnuvélanámskeið
Vistakstur
Ýmis sérhæfð og sérsniðin námskeið

Styrkir til einstaklinga

Félagsmenn sóttu sömuleiðis hin ýmsu námskeið en styrkfjárhæð getur numið allt að 90% endurgreiðslu á reikningi en þó aldrei meira en kr. 130.000,- á ári. Þá geta félagsmenn án atvinnu nýtt sér fræðslustyrki til jafns við aðra félagsmenn en rýmkaðar reglur þar á má kynna sér hér.

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:

Efling kr.14.957.249,-
VSFK kr. 7.265.224,-
Hlíf kr.855.207,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér