Þarftu aðstoð við fræðslumálin?

Í upphafi árs fara margir stjórnendur að huga að fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Hinsvegar er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnuumhverfi margra og á vinnumarkaði í heild sinni og óljóst hvað er framundan. Það getur því verið erfitt fyrir þá stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar ekki vitandi hvar, hvort eða hversu margir eru og verða starfandi á komandi vikum og mánuðum Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Við erum hér til að aðstoða þá sem þess óska. 

Viltu aðstoð ?

Hér hjá Starfsafli er hægt að fá aðstoð við eftirfarandi:

 • skoða mögulegar leiðir í fræðslu starfsfólks
 • kynningu á möguleikum eigin fræðslu,stafrænni fræðslu og staðbundinni fræðslu
 • fá upplýsingar um námskeið og fræðsluaðila
 • skipuleggja eitt námskeið eða jafnvel setja upp einfalda fræðsluáætlun
 • fá upplýsingar um styrki (hvað er styrkhæft og möguleg endurgreiðsla)
 • fá fræðslu, ráðgjöf og stuðning

Það er einfalt mál að að hafa samband. Við mælum með því að bókaður sé tími með því að senda tölvupóst á starfsafl@starfsafl.is og við finnum tíma fyrir spjall, annaðhvort símleiðis í síma 5107550  eða komum á fundi á skrifstofu Starfsafls.  Þessi þjónusta er gjaldfrjáls öllum þeim sem eru með starfsfólk í þeim félögum sem standa að Starfsafli*  Einnig getum við bent á ráðgjafa sem starfa með sjóðnum undir merkjum Fræðslustjóra að láni en sú þjónusta er jafnframt gjaldfrjáls.

Verkfæri og greinar á vef Starfsafls.

Á vef Starfsafls má finna ýmsar greinar og annað efni sem getur gagnast þeim sem vilja skoða sín fræðslu- og starfsþróunarmál.  Til að mynda er þar að finna handbók á rafrænu formi um leiðir að árangursríkri fræðslu og þjálfun. I handbókinni er að finna kafla sem taka meðal annars á eftirfarandi:

 • Ferli fræðsluáætlunar
 • Stefnumiðuð þróun mannauðs
 • Þarfagreining fræðslu og þjálfunar
 • Samstilling aðferða til árangurs
 • Væntingaskil

Handbókin er hagnýtt verkfæri og getur auðveldað mörgum fyrstu skrefin þegar kemur að gerð fræðsluáætlunar.  Hér má hafa í huga að handbókin er leiðbeinandi og fyrir þá sem eru með minni rekstrareiningar er vel hægt að fara einfaldari og skemmri leiðir.

Á vefsíðu Starfsafls má síðan finna einfalt sniðmát fyrir fræðsluáætlun auk þess sem þar er að finna sýnishorn af útfylltri fræðsluáætlun. Sniðmátið er hægt að aðlaga að þörfum, stækka, minnka eða breyta á hvern þann hátt sem hentar rekstrarforminu, fjölbreytni starfa og fjölda starfsmanna. 

Á vefsíðu Starfsafls má lesa hvaða þættir það eru sem eru styrkhæfir en fyrirtæki sem greiða af starfsfólki til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki vegna námskeiðahalds til Starfsafls.

Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir sína félagsmenn og geta fyrirtæki sótt um allt að þrjár milljónir króna á ári.  Skilyrði er að sá starfsmaður (eða starfsmenn) sem sótt er um styrk vegna hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu þegar námskeið fór fram, nafn hans og kennitala komi fram á reikningi (eða fylgiskjali) þar sem fyrirtækið er tilgreindur greiðandi og iðgjöld hafi borist viðkomandi stéttafélagi.  Athugið að fram til 30. september 2020 er endurgreiðslan 90% af kostnaði (verður mögulega framlengt).

Greinastúfar á vef Starfsafls tengdir fræðslu og gætu gagnast:

Myndin með fréttinni er fengin hér

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna