21 milljón og 385 félagsmenn í nóvember

Í nóvember nýtti fjöldi einstaklinga og fyrirtækja sér rétt sinn hjá sjóðnum, sótti nám eða námskeið og fjárfesti á þann veg í sinni framtíð. Alls voru greiddir styrkir í nóvember um 21 milljón króna og a bak við þá tölu um 385 félagsmenn frá fyrirtækjum í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins.

Því til viðbótar var greitt að fullu nám 13 félagsmanna sem sóttu námskeiðið “vertu betri í tækni” hjá Mími Símenntun, en það nám er unnið í samráði við og styrkt að fullu af Starfsafli.

Styrkir til fyrirtækja

Fjöldi umsókna frá fyrirtækjum taldi 12 umsóknir frá 9 fyrirtækjum og var heildarfjárhæð greiddra styrkja rúmlega ein milljón króna. Á bak við þá upphæð eru 66 félagsmenn og sóttu þeir hin ýmsu námskeið.svo sem í streitu- og gæðastjórnun, ADR réttindinum frumnámskeið, endurmenntun atvinnubílstjóra og fleira.

Styrkir til einstaklinga

Alls voru samþykktir styrkir vegna félagsmanna 319 talsins og sóttu þeir sömuleiðis hin ýmsu námskeið en styrkfjárhæð getur numið allt að 90% endurgreiðslu á reikningi en þó aldrei meira en kr. 130.000,- á ári.

Styrkir til einstaklinga í krónum talið voru sem hér segir:

Efling kr.12,593,580,-
VSFK kr. 6,871,743,-
Hlíf kr.1,033,575,-

Samtals greiddir einstaklingsstyrkir voru kr. 20,498,898,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

 

Myndin með fréttinni er fengin hér