Lísbet Einarsdóttir

Fagnámskeið fyrir eldhús og mötuneyti

Fagnámskeið fyrir eldhús og mötuneyti

Það er löng hefð fyrir aðkomu Starfsafls og Eflingar að fagnámskeiðum fyrir starfsfólk í eldhúsum og mötuneytum og felst aðkoman í því að koma náminu á framfæri við félagsmenn Eflingar og styrkja þá einstaklinga sem námið sækja, hvort heldur er í með styrkjum til fyrirtækja eða einstaklinga. Nú er skráning  hafin í námið Eldhús og […]

Öflugar konur í fyrsta kaffispjalli vetrarins

Öflugar konur í fyrsta kaffispjalli vetrarins

Fyrsta kaffispjalli vetrarins var vel tekið og fullbókað um leið og skráning var auglýst.  Við fögnum því og það styrkir okkur enn frekar í því að halda þessa morgunfundi okkar, að minnsta kosti á meðan áhugi er til staðar hjá þeim sem sækja okkur heim. Í kaffispjallið mættu öflugar konur frá ólíkum fyrirtækjum sem áttu […]

Heitustu sjö sætin í bænum

Heitustu sjö sætin í bænum

Það er orðið fullt í fyrsta kaffispjall vetrarins sem er á dagskrá þann 21. september, enda sætin aðeins sjö.   Þar til viðbótar er kominn ágætis biðlisti. Við fögnum að sjálfsögðu þessum áhuga og finnum vel fyrir þörfinni á aukinni umræðu um starfsmenntamál fyrirtækja og þau verkefni sem falla þar undir. Kaffispjallið var vinsælt fyrir heimsfaraldur […]

Leiðtogaþjálfun, meirapróf og meira til….

Leiðtogaþjálfun, meirapróf og meira til….

Mikilvægi sí- og endurmenntunar verður seint metið að verðleikum enda sterk tengsl menntunar við velferð, hagsæld og jöfnuð. Nám, hvort heldur um er að ræða styttri námskeið eða lengra nám, getur oft verði kostnaðarsamt og ekki allra að fjármagna. Þar af leiðir er mikilvægt fyrir alla að geta nýtt áunninn styrk í starfsmenntasjóð og þannig átt þess […]

Kaffispjall Starfsafls komið á dagskrá

Kaffispjall Starfsafls komið á dagskrá

Það er loksins komið að því, við blásum til kaffispjalls.  Ef þú hefur aldrei komið þá hvetjum við þig til að skrá þig. Fyrir þá sem ekki þekkja þá felur kaffispjallið það í sér að við bjóðum þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, til okkar í morgunkaffi. Þannig getum við hlustað, tekið samtalið, […]

Viltu aðstoð við fræðslumálin

Viltu aðstoð við fræðslumálin

Nú eru flestir ef ekki allir rekstraraðilar komnir aftur til vinnu eftir sumarfrí og farnir að huga að fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Einhver fyrirtæki hafa að skipa mannauðs- eða fræðslustjóra sem er sérstaklega menntaður í þeim fræðum en í flestum tilfellum er ekki svo. Þá er gott að geta leitað sér aðstoðar, fyrirtækinu að kostnaðarlausu.   […]

Fræðslumolar og verkfæri

Fræðslumolar og verkfæri

Á vef Starfsafls má finna ýmsar greinar, fræðslumola, og annað efni sem getur gagnast þeim sem vilja skoða sín fræðslu- og starfsþróunarmál.  Til að mynda er þar að finna handbók á rafrænu formi um leiðir að árangursríkri fræðslu og þjálfun. I handbókinni er að finna kafla sem taka meðal annars á eftirfarandi: Ferli fræðsluáætlunar Stefnumiðuð […]

Er þitt fyrirtæki í tölum júlímánaðar ?

Er þitt fyrirtæki í tölum júlímánaðar ?

Hæft og framsýnt starfsfólk er lykill fyrirtækja að árangri og símenntun og markviss starfsþróun er þar grunnstoð. Það er því mikilvægt fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsumhverfi að styrkja þessa grunnstoð og fjárfesta í nauðsynlegri fræðslu. Fyrir einstaklinga á vinnumarkaði  er ekki síður mikilvægt að líta á eigin hæfni og færni og sækja þá […]

Menntaspjall ferðaþjónustunnar

Menntaspjall ferðaþjónustunnar

Þjálfun og  fræðsla starfsfólks var yfirskrift og umræðuefni í Menntaspjalli ferðaþjónustunnar sem var tekið upp nýverið og er nú öllum aðgengilegt. Menntaspjallið er í umsjón Skapta  Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar og meðal viðmælanda er framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir.  Aðrir viðmælendur eru Þórir Erlingsson, framkvæmdastjóri Tailwind og reynslubolti í íslenskri ferðaþjónustu og Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri […]

148 milljónir króna á fyrri helming ársins

148 milljónir króna á fyrri helming ársins

Það er alltaf jafn áhugavert að skoða tölur yfir styrkfjárhæðir, fjölda umsókna og annað því tengt yfir ákveðin tímabil.  Það getur gefið ákveðna mynd af því sem er að gerast í fræðslu- og starfsmenntamálum á vinnumarkaði og mögulega spáð fyrir um hvað er framundan. Í ljósi þess að árið er hálfnað þá er við hæfi […]