Halldór Benjamín minnir á starfsmenntasjóðina

Í byrjun mánaðarins var birtur pistill í Viðskiptablaðinu eftir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, undir yfirskriftinni ,,Tapaður er gleymdur eyrir”

Í pistli sínum dregur hann  upp  mikilvægi þess að byggja upp og rækta þekkingu og færni  og minnir á þá umgjörð sem er þegar til staðar og gerir atvinnurekendum og starfsfólki kleift að fá umtalsverða endurgreiðslu kostnaðar við fræðslu og menntun starfsfólks

Umgjörð er þegar til staðar sem gerir atvinnurekendum og starfsfólki kleift að fá umtalsverða endurgreiðslu kostnaðar við fræðslu og menntun starfsfólks

Þá segir hann jafnframt í pistli sínum:

,,Taka má dæmi af einstaklingi sem fær 130.000 króna styrk úr starfsmenntasjóði til að ljúka meiraprófi sem kostar alls 600.000 krónur. Þó sannarlega muni um styrkinn þarf viðkomandi að leggja út nærri hálfa milljón króna úr eigin vasa. Ef vinnuveitandinn hefði greitt 340.000 þúsund krónur af kostnaðinum gæti hann fengið 300.000 krónur endurgreiddar úr starfsmenntasjóði. Heildarstyrkur vegna námsins gæti því numið 430.000 krónum. Kostnaður starfsmannsins hefði orðið umtalsvert lægri. Dapurlegt er að velta fyrir sér hversu mörg hafa veigrað sér við að sækja sér réttindi eða aðra þekkingu vegna kostnaðar án þess að átta sig á því að styrkir hefðu getað staðið undir stórum hluta hans. Þegar upp er staðið bitnar þetta bæði á starfsfólki og atvinnurekendum”

Áhugasamir geta nálgast pistill í heild sinni hér; 

Myndin er fengin að láni af vef Viðskiptablaðsins.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.