90% styrkhlutfall fest í sessi

Stjórn Starfsafls hefur samþykkt að festa í sessi 90% styrkhlutfall til einstaklinga og fyrirtækja.

Í maí 2020 var styrkhlutfallið hækkað úr 75% í  90% til að mæta þeim takmörkunum sem voru á vinnumarkaði.  Fyrst um sinn átti þessi hækkun að gilda til haustsins en hefur verið framlengt nokkrum sinnum, sem fyrr til að mæta áðurnefndum takmörkunum.

Það er því með mikilli gleði sem þetta er samþykkt til frambúðar enda mikilvægt að geta stutt vel við starfsmenntun einstaklinga og það fræðslustarf sem fram fer innan fyrirtækja, en með hvorutveggja nýtur þriðji hver félagsmaður þeirra félaga sem standa að sjóðnum góðs af þeim styrkjum sem veittir eru til starfsmenntunnar. 

Ákvörðunin er  tekin á grundvelli sterkrar fjárhagsstöðu sjóðsins og væntingar eru um að hann muni vel standa undir hækkuðu styrkhlutfalli til framtíðar.

Sjóðurinn hefur nánast frá upphafi skilað rekstrarafgangi og gerði svo síðastliðin 2 ár þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru á vinnumarkaði, þar sem hátt hlutfall einstaklinga án atvinnu sótti í sjóðinn* og styrkhlutfall hækkað úr 75% í 90% til að mæta áðurnefndum takmörkunum.

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér

*Þeir einstaklingar sem eru án atvinnu en kjósa að viðhalda stéttafélagsaðild  geta nýtt rétt sinn að fullu þann tíma en ekkert starfsmenntaiðgjald, sem er tekjugrunnur sjóðsins, berst sjóðnum þann tíma sem þeir eru án atvinnu.