Styrkir Starfsafls vegna allskonar

Það leikur enginn vafi á því að Starfafl er sterkur bakhjarl þeim fyrirtækjum sem fjárfesta í fræðslu og starfsmenntun síns starfsfólks. Sem dæmi má nefna að endurgreiðsla getur numið allt að 90% af reikningi þegar um hóp starfsfólks er að ræða og styrkur fyrir einstakling sem sækir nám sem greitt er af fyrirtæki getur numið allt að 300.000,- kr. Öll fyrirtæki, óháð stærð, eiga rétt á 3.000.000,- króna á ári. Það munar um minna.

Í dag eru framsetning og nálgun fræðslu og starfsmenntunar fjölbreytt, sem eigin fræðsla, stafræn fræðsla, fræðsla á gólfi eða bara einfaldlega allskonar

Í dag voru greiddir út nokkrir styrkir og þeir eiga það sameiginlegt að vera vegna allskonar fræðslu, en í dag má með sanni segja að framsetning og nálgun fræðslu og starfsmenntunar sé fjölbreytt, sem eigin fræðsla, stafræn fræðsla, fræðsla á gólfi eða bara einfaldlega allskonar enda fólk og fyrirtæki allavegana.

Hér fyrir neðan má sjá þá styrki sem greiddir voru út í dag.

Fyrirtæki í fiskeldi fékk greitt 90% af reikningi eða kr. 60,300,- vegna öryggisfræðslunámskeiðs sem starfmaður á vegum fyrirtækisins sótti hjá Slysvarnarskólanum Landsbjörgu.

Heildsala fékk styrk vegna 3ja ólíkra námskeiða, vegna námskeiðs fyrir starfsfólk í mötuneyti, vegna námskeiðs í öryggisfræðum og að síðustu námskeiðs í gæðastjórnun, alls 270,000,-

Veitingastaður fékk styrk að upphæð kr. 102,000,- vegna eigin fræðslu sem fram fór fyrir yfirmenn og kokka en greiddar eru kr. 7500,- fyrir hverja kennda klukkustund í eigin fræðslu.

Fyrirtæki í matvælæframleiðslu fékk styrk vegna kaupa á stafrænu fræðsluefni að upphæð kr. 1.175.236,- sem er þá 90% af reikningi að frádregnum virðisauka.

Starfsafl greiðir alltaf hlutfallslega fyrir það starfsfólk sem er í þeim stéttafélögum sem standa að sjóðnum.  Í því felst að ef reikningur er vegja 2ja starfsmanna þar sem annar starsfmaðurinn er í Eflingu og hinn í VR, þá greiðir Starfsafl fyrir þann sem er i Eflingu og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks greiðir þá fyrir hinn, samtals er 

Reglur Starfsafls vegna styrkja til fyrirtækja má lesa hér

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér